Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 6
98 N ÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN Steinunnar dóttur sinnar á Hæli í Gnúpverjahreppi. Tveim árum fyrr andaðist Páll Melsted sagnfræðingur, bróðir hennar, kominn á 98. ár. Var Páll amtmaður faðir þeirra 5. maður í beinan karllegg frá Hrólfi sterka. Fyrri kona eldra Páls Melsted og móðir Ragn- heiðar var Anna Sigríður, dóttir Stefáns amtmanns Þórarinssonar, en foreldrar Vigfúsar sýslumanns, móðurafa Helga Pjeturss voru þau séra Sigurður í Hraungerði, sonur séra Gísla í Odda Þórarins- sonar, og kona hans Guðrún dóttir Vigfúsar sýslumanns á Hlíðar- enda Þórarinssonar, systir Bjarna skálds Thorarensen. Voru þrír langafar Önnu Sigríðar, móður Helga Pjeturss, þannig bræður, synir Þórarins sýslumanns á Grund, ættföður Thorarensenanna. Lengra fram eru í þessum ættum ýmsir afbragðsmenn, svo sem Oddur bisk- up liinn stjörnuspaki og Stefán skáld í Vallanesi. Meðal annarra ætt- feðra dr. Helga er að nefna þá fræðabiskupana Guðbrand Þorláks- son og Þórð landfræðing Þorláksson, Vísa-Gísla Magnússon og síðast en ekki sízt athafnamanninn Skúla landfógeta Magnússon, sem dr. Helgi var sjötti maður frá.* Helgi ólst upp í Reykjavík. Námsgáfur og bókhneigð rík hafa snemma gert vart við sig hjá honum. Jafnaldri hans hefur tjáð mér, að sem ungur drengur hafi Helgi verið hlédrægur í hópi ungmenna bæjarins og lítt sótzt eftir leikum þeirra. Sjálfur telur Helgi sig verið hafa til tvítugs einn hinn líkamlega ómenntaðasta mann sinna jafn- aldra og kyrrsetumann hinn mesta. En það sýnir nokkuð, að hverju barnshugurinn hefur beinzt, að á bók, sem honum er gefin sjö ára gömlum, er hann skrifaður „studiosus“. Helgi var reyndur til 1. bekkjar Lærða skólans 29. júní 1885, þá 13 ára garnall, og er liinn 5. við röðun í bekknum 2. desember um veturinn. Úr því er liann ýmist 1., 2. eða 3. í röðinni og þó ol'tast hinn 1. Við stúdentsprófið, 1891, varð hann efstur námsfélaga sinna. Lá við, að hann lireppti ágætiseinkunn, en þess ber að geta, að þá þótti það tíðindum sæta, ef piltur hlyti ágætiseinkunn á stúdents- jjrófi, svo sjaldan var hún þá gefin. Samsumars sigldi Helgi til náms við Hafnarháskóla. Námsefnið var löngu ákveðið. Síðari árin í Lærða skólanum hafði hann verið að búa sig undir náttúrufræði- námið. Auk námsgreinanna liafði liann þá lesið jarðfræði Lyells, Jjróunarfræði Darwins og heimsmyndunarfræði þeirra Humboldts og Kants. * Eiríkur Einarsson alþ.m. frá Hæli licfur leiðbeint mér með móðurættina. Flyt ég honum beztu þakkir fyrir. — J. Á.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.