Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 7
DR. PHIL. HELGI PJETURSS
99
í háskólanum stundaði Helgi aðallega dýrafræði og jarðfræði. Við
náttúrufræðideild Hafnarháskóla voru Jrá ýmsir miklir námsgarpar,
er síðar hafa orðið víðkunnir rnenn fyrir merkilegar rannsóknir á
sviði náttúruvísindanna. J námskeppninni við þessa félaga jókst
Helga ásmegin, og sjálfstraust hans óx, er hann fann sig standa þeim
fyllilega á sporði við námið. Einn nánasti námsfélagi Helga frá há-
skólaárunum og samtímis útskrifaður er prófessor O. B. Bpggild, er
um mörg ár var aðalkennari í jarðfræði við Hafnarháskóla.
Líkt og flestir hinna íslenzku Hafnarstúdenta Jreirra ára og ára-
tuganna næstu þar á eftir bjó Helgi við þröngan fjárhag á Hafnar-
árunum, er kom liart niður á lteilsu hans. Kyrrsetan við próflestur
í köldum húsakynnum haustið 1896 hafði í för með sér liðaveiki,
er gerði honum erfitt um allar hreyfingar. Þá varð honum mikil
ltressing að leikfimiæfingum, er liann hafði lekið að iðka af nokkru
kappi um tvítugt. Hélt hann áfram að iðka leikfimi úr því alla ævi,
meðan heilsan leyfði, með þeim árangri, að hann, sem á unglings
skeiði hafði verið „einn af ómenntuðustu mönnum líkamlega“ sinna
jafnaldra, varð á manndóms- og efri árum ævinnar ágætlega íþrótt-
um búinn, allra manna íturvaxnastur, stæltastur og mýkstur í fram-
göngu.
í janúar 1897 lauk Helgi háskólaprófi í náttúrufræði með miklu
lofi. Strax að því loknu tók hann að búast til rannsóknarferðar til
Grænlands, er hann hafði verið valinn til. Um hvíld var ekki að
ræða eftir Jneytandi próflestur. Það mætti segja, að Grænlandsförin
hafi verið síðasti undirbúningurinn að rannsóknarstörfunum, sem
biðu hans heima. Við námið hafði hann reynzt skörungur til vits og
verka. Nú skyldi reynt, hvernig honum tækist að nota hina bóklegu
þekkingu við lausnir erfiðra viðfangsefna úti í náttúrunni, nú
skyldu kraftarnir reyndir á Jiví sviði, sem liann hafði valið sér að
vinna á.
Grænlandsleiðangurinn lireppti langa og Jmeytandi útivist vestur
yfir hafið. Aðbúnaður á skipinu var þröngur og ónæðisamur, svo að
sjóferðin, sem átt hefði að verða til hvíldar og hressingar, hafði al-
gerlega gagnstæð áhrif. Um sumarið lauk Helgi þeirn rannsóknum,
sem fyrir hann höfðu verið lagðar og Jrað nokkru betur en vænzt
hafði verið. Við rannsóknirnar í Blæsedalnum sá hann betur en
Chamberlin, hinn kunni ameríski jarðfræðingur, er dvalizt liafði á
Diskó þremur árum áður. Grænlandsferðin varð Helga til heilla og
gagns sem jarðfræðingi, hann fann, að hann skildi landið, sem hann