Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 8
100 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN var að skoða, eins vel og betur en mestu menn, er kannað höíðu það á undan honum, og jafnframt því fann liann sjálfan sig betur en áður. En ferðin hafði verið erfið, og hún liafði veitt Helga þann áverka, sem illa vildi aftur gróa, Jiún Jiafði svipt liann friði svefns- ins og þeirri hvíld, er liann einn getur veitt. Um hinar vísindalegu niðurstöður GrænJandsferðarinnar ritaði Helgi í „Meddelelser om Grönland", 1898 (Geologiske Optegnelser), en ferðasöguna sjálfa skráði liann á íslenzku, mjög skemmtilega. Muna víst margir „Græn- andsför“ Helga, er kom ásamt „Grænlendingasögu" Finns Jónssonar sem V. bindi Bókasafns alþýðu. Á þeim slóðum, er ég þekkti til ungur, þótti bók þessi hinn bezti fengur, og gekk hún þar manna á milli, unz slitrin héngu ekki lengur saman. Jarðfrœðingurinn og íslancl. Vorið 1898 kom Helgi heim. Undir- búningnum að rannsóknarstarfi lians hér heima, er nú átti að hefjast, var lokið með miklum glæsileik. Hann hafði haft hug á að skoða Færeyjar þetta sumar, en orðið að hverfa frá þein i fyrirætlan kostnaðarins vegna. Prófessor Þorvaldur Tlioroddsen kannaði þá Jieiðarnar og hálendið upp af Borga’rfirði. Voru Jrað síðustu svæði landsins, sem Þorvaldur Jiafði ekki farið um á hinum miklu rann- sóknarferðum sínum um landið, er liófust 1882 og staðið Jiöl’ðu ná- lega livert sunrar síðan, en var nú að ljúka. Á síðari liluta nítjándu aldar Jiöfðu og ýmsir merkir erlendir náttúrufræðingar skoðað landið og þekking manna á náttúru ])ess hafði stórum aukizt frá því sem áður var. Oswald Heer hafði ákvarðað plöntusteingervinga Jrá, sem jDeir Jónas Hallgxímsson og Winkler höfðu einkum safnað úr liinum íslenzku surtarbrandslögum, og samkvæmt þeim ákvörðun- um var blágrýtið (basaltformationin) talið míócent að aldri. Otto Mörch hafði greint aldur Tjörneslaganna og skipað ]>eim samhliða hinum plíócenu crag-myndunum Bretlands. Um myndun móbergs- ins höfðu menn ekki orðið á eitt sáttir og Jdví síður um afstöðu þess til annarra jarðlagamyndana landsins. Helzt Iineigðust menn að skoðunum þeirra v. Walterhausens og Bunsens, að móbergið væri til orðið í sjó, unz Albreclit Penck sýndi fram á, að síderómelan og hið svarta basaltgler, er nefnt liafði verið tacliýlýt, væri eitt og liið sama. Penck taldi, að basaltgler þetta bærist upp úr eldfjöllum við gos, og gæti það ummyndazt við áhrif lolts ograka í hið móbrúna palagónít, er v. Walterliausen liafði fundið svo mikið af í móberginu íslenzka. Jónas Hallgrímsson og Japetus Steenstrup sýndu fram á, að grá-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.