Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 14
106 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N syn þess, víkka svið líffræðinnar (í víðustu merkingu þess orðs) út fyrir jörðina. Líkt og mörk eðlisfræðinnar (um 17 hundruð) og efna- fræðmnar (á 19. öld) voru flutt ú.t til stjarnanna, eins skyldi líffræðin ná til þeirra. Leiðin til þess væri aukin þekking mannanna á eðli sjálfra sín. Hann var stundum vonlítill, að mennirnir vildu þiggja þau sannindi, sem liann flutti þeirn og þeim var lífsnauðsynlegt að þiggja, ef vel ætti að fara fyrir vitsmunaverum jarðar. En þeim mun mikilsverðari sem sannindin eru, því erfiðara ei; a þau með að sigra. Ur öllum heimsspekiritum hans leggur vináttu til manna og mik- inn vilja til þess að hjálpa þeim að átta sig á mikilleik alheimsins og tilgangi lífsins. Helgi Pjeturss ritaði allra manna fegursta íslenzku. Hann hafði sérstæðan rithátt, mjúkan og stæltan eins og hann var sjálfur. Hann gat fyrirhafnarlaust skrifað þannig á íslenzku um erfiðustu viðfangs- efni náttúrufræðinnar, að fegurð tungunnar kom jafnvel í 1 jós og efnið sjálft skýrð’st. Hann jók íslenzkuna mörgum nýyrðum og nýj- um orðasamböndum á sviði heimsspeki og náttúrufræði, og liann kaus að rita bækur sínar um beimsspeki á móðurmálinu, til Jress að íslenzk þjóð, sem liann trúði, að ætti mikið og göfugt hlutverk að vinna í sambandi við framvindu lífsins á jörðinni, nyti þeirra sem bezt. En það verður erfitt að verjast þeirri hugsun, að bækur Helga séu skrifaðar á tungu lielzt til fámennrar Jijóðar, til Jaess að efni þeirra komi mannkyninu að Jieim notum, sem hann vildi og taldi því svo nauðsynlegt. En töluvert finnst mér Jmrfa til þess að geta al- gerlega gengið framhjá rithöfundinum dr. Helga Pjeturss, Jiegar um íslenzkar nútímabókmenntir er ritað. Sumum er það gæfa að vera íslendingur en öðrum virðist )>að ógæfa. Maðurinn. Þegar ég var barn, kom Helgi Pjeturss beima og afi minn fylgdi lionum út á Flateyjardalsheiði. Mig rámar enn í, með hve mikilli lotningu og aðdáun fólkið talaði um Jjennan mann, sem skoðaði fjöllin og skrifað hafði „Grænlandsför". Síðar á ævinni bar fundum okkar alloft saman. Hann ræddi þá um Jtau mál, sem hon- um voru hjartfólgnust, aldrei lengi í senn, en einarðlega. Hann minntist oft á jarðfræðirannsóknir íslands, bæði fyrr og nú, og hon- um var mikið kappsmál, að sérstök jarðfræðistofnun gæti risið hér upp með svipuðu sniði og á hinum Norðurlöndunum. Hann áleit, að með því eina móti gæti jarðfræðirannsóknum á íslandi Jaokað áfram ofurlítið. Hann dáðist oft við mig að dugnaði Þorvalds Thor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.