Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 14

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 14
106 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N syn þess, víkka svið líffræðinnar (í víðustu merkingu þess orðs) út fyrir jörðina. Líkt og mörk eðlisfræðinnar (um 17 hundruð) og efna- fræðmnar (á 19. öld) voru flutt ú.t til stjarnanna, eins skyldi líffræðin ná til þeirra. Leiðin til þess væri aukin þekking mannanna á eðli sjálfra sín. Hann var stundum vonlítill, að mennirnir vildu þiggja þau sannindi, sem liann flutti þeirn og þeim var lífsnauðsynlegt að þiggja, ef vel ætti að fara fyrir vitsmunaverum jarðar. En þeim mun mikilsverðari sem sannindin eru, því erfiðara ei; a þau með að sigra. Ur öllum heimsspekiritum hans leggur vináttu til manna og mik- inn vilja til þess að hjálpa þeim að átta sig á mikilleik alheimsins og tilgangi lífsins. Helgi Pjeturss ritaði allra manna fegursta íslenzku. Hann hafði sérstæðan rithátt, mjúkan og stæltan eins og hann var sjálfur. Hann gat fyrirhafnarlaust skrifað þannig á íslenzku um erfiðustu viðfangs- efni náttúrufræðinnar, að fegurð tungunnar kom jafnvel í 1 jós og efnið sjálft skýrð’st. Hann jók íslenzkuna mörgum nýyrðum og nýj- um orðasamböndum á sviði heimsspeki og náttúrufræði, og liann kaus að rita bækur sínar um beimsspeki á móðurmálinu, til Jress að íslenzk þjóð, sem liann trúði, að ætti mikið og göfugt hlutverk að vinna í sambandi við framvindu lífsins á jörðinni, nyti þeirra sem bezt. En það verður erfitt að verjast þeirri hugsun, að bækur Helga séu skrifaðar á tungu lielzt til fámennrar Jijóðar, til Jaess að efni þeirra komi mannkyninu að Jieim notum, sem hann vildi og taldi því svo nauðsynlegt. En töluvert finnst mér Jmrfa til þess að geta al- gerlega gengið framhjá rithöfundinum dr. Helga Pjeturss, Jiegar um íslenzkar nútímabókmenntir er ritað. Sumum er það gæfa að vera íslendingur en öðrum virðist )>að ógæfa. Maðurinn. Þegar ég var barn, kom Helgi Pjeturss beima og afi minn fylgdi lionum út á Flateyjardalsheiði. Mig rámar enn í, með hve mikilli lotningu og aðdáun fólkið talaði um Jjennan mann, sem skoðaði fjöllin og skrifað hafði „Grænlandsför". Síðar á ævinni bar fundum okkar alloft saman. Hann ræddi þá um Jtau mál, sem hon- um voru hjartfólgnust, aldrei lengi í senn, en einarðlega. Hann minntist oft á jarðfræðirannsóknir íslands, bæði fyrr og nú, og hon- um var mikið kappsmál, að sérstök jarðfræðistofnun gæti risið hér upp með svipuðu sniði og á hinum Norðurlöndunum. Hann áleit, að með því eina móti gæti jarðfræðirannsóknum á íslandi Jaokað áfram ofurlítið. Hann dáðist oft við mig að dugnaði Þorvalds Thor-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.