Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 20
112
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Eyjafjöllum. Loðgresið hefur nú verið tekið upp sem innlend teg. í Flóru íslands, en
var áður talið meðal slæðinga. Dr. Helgi Jónsson fann það fyrst á nokkrum stöðum
undir Eyjafjöllum og taldi þá þegar réttmætt að telja það til fslenzkra tegunda. Svo
var þó ekki gert 1 2. útg. af Flóru. Fundarstaðurinn inn af Seljavöllum sannfærði mig
ttm, að hér væri að minnsta kosti um fullílendan slæðing að ræða, ef ekki góða og
gilda innlenda tegund, sem ég hef Jró mesta trú á. Loðgresið óx þarna á víð og dreif
í grýttri hlíð alllangt frá bæjum og götum og hafði á sér öll einkenni heimaalinna
tegunda. Sennilega vex það allvíöa um neðanverðar brekkur í Eyjafjallasveit, þótt
ekki verði um Jrað sagt með vissu.
12. Poa laxa *flexuosa, lotsveifgras. — Snjófjöll, Tröllakirkja við Holtavörðuheiði,
Kvígindisfell, Þverfell, Kaldidalur meðfram aurum Þórisjökuls.
13. Phippsia algida, snænarfagrás. — Tröllakirkja.
14. Glyceria fluitans, flóðapuntur. — Allvíða undir Eyjafjöllum og í nágrenni Berg-
jrórshvols x Landeyjum. Eftir Jnú, sent kunnugt er, þá er flóðapuntur algengur austan
frá Eyjafjöllum vestur að Ölfusá, um lágsveitirnar, þó er óvíst um, hvort hann vex
í Holtunum, a. m. k. lief ég ekki séð þann þar á leið nrinni. Utan Jressa svæðis er hann
mjög sjaldséður, sjá 3. mynd.
15. Scirpus acicularis, vatnsnæli. — Leirártjörn við Kaldadal, eingöngu f. submersa.
lö. Carex dioeca, tvíbýlisstör. — Tumastaðir og Múlakot í Fljótshlfð.
17. C. echinata, ígulstör. — Varmáhlíð, Hvammur undir Eyjafjöllum.
18. C. diandra, safastör. — Önundarhorn undir Eyjafjöllum, Stóra Hof, Rangár-
völlum. 4. mynd.
19. C. Halleri, fjallastör. — Víða á Brunnasvæðinu.
20. C. atrata, sótstör. — Við Reyðarvatn, Þingvellir, Tumastaðir í Fljótshlíö, við
Gljúfrabúa undir Eyjafjöllum.