Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 22
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN una nokkuð í efa. Síðar athuguðum við Guðni Guðjónsson stör þessa hyor í sínu lagi, og komumst báðir að sömu niðurstöðu, að um þessa tegund gœti ekki verið að ræða. Hins vegar þótti okkur ýmislegt í útliti starar þessarar geta bent til, að hún væri bastarður rnilli C. rostrata og C. saxatilis, en hvort svo sé, verður sérfræðingur að skera úr. Hér er um sömu stör að ræða og þá, er ég gat um í riti mínu um Gróður á Vestfjörðum, að kynni að vera C. vesicaria. Einnig hef ég fundið hana í Víðidal í Lóni e)stra 1935. 25. Juncus bulbosus, hnúðsef. — Á nokkrum stöðum undir Eyjafjöllum, alg. í Vestur-Landeyjum og um neðanverð Holt. Sjá annars 6. mynd. 6. md. Juncus bulbosus. 26. Luzula sudetica, dökkhæra. — Fornihvammur, Hvammur í Norðurárdal, í hálf- deigjumýrum. Ný á Vesturlandi. 27. Leucorchis albida, hjónagras. — Þórólfsfell í Fljótshlíð. 28. Listera cordala, hjartatvíblaðka. — Fornihvammur, Kvígindisfell við Kaldadal. 29. Corallorhiza trifida, kræklurót. — Múlakot í Fljótshlíð. 30. Minuartia biflora, fjallanóra. — Fornihvammur, Holtavörðuheiði, Kvígindisfell. 31. Sagina intermedia, snækrækill'. — Holtavörðuheiði, Brunnasvæðið, Kaldidalur á nokkrum stöðum. 32. Lychnis flos cuculi, munkahetta. — Önundarhorn undir Eyjafjöllum. Fann hana ekki annars staðar, þar sem ég fór um. Eins og myndin sýnir, 7. mynd, hefur hún naumast fundizt vestan Markarfljóts né austan Mýrdalssands nema Jrá sem slæðingur. 33. Ranunculus pygmaeus, dvergsóley. — Kvigindisfell við Kaldadal. 34. Subularia aquaiica, alurt. — Allvíða í tjörnum á Brunnasvæðinu, fann hana hins vegar ckki Jrar, sem ég fór um í Rangárvallasýslu,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.