Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 33
GRENJALÍF Á MÝVATNSFJÖLLUM 125 varð fyrirferðarmeiri. En ekki gat ég greint, Iivort þær söfnuðu Iion- um saman í nefið með hjálp tungunnar eða tóku lengra upp í sig það, sem þær náðu fyrst. Eftir því, sem ég komst næst, fór móðirin þrjár ferðir eftir matföngum, meðan karlfuglinn fór tvær, og bæði voru svo snör í snúningum, að í ríki mannanna hefði það verið köll- uð þrælavinna og hvergi þótt sæmandi. Af þessu kappi héldu þær áfram allt að tveimur tímum fyrir lágnættið. Virtust þær þá taka sér nokkra hvíld. Tveir tímar eru nú liðnir, síðan ég settist liér að, en grenbúarnir hafa hvergi verið sýnilegir. Um stálpaða Iivolpa getur hér ekki verið að r'æða. Merki eftir Jiá eru alltaf sýnileg, ef vel er að gáð. En um- gangur er svo mikill um bæði grenin, að vel liefði mátt trúa Jrví, að hér væri tvíbýli og heimsóknir mjög tíðar. Ég bíð þess með mikilli eftirvæntingu að sjá húsmóðurina og ná henni. Hún ein gæti sann- fært mig um, hvernig háttað er heimilislífinu. Um það brýt ég Iieil- ann milli þess, er svefninn gerir á mig harðar óg þrálátar árásir. En hér verð ég að þrauka, Jrar til sonur minn kemur, og lians á ég von um lágnættið, kl. 1 eftir búmannsklnkku. Hér er óvenju mikið af lóurn. Hér syngja þær lífinu lof, meðan sólroðnir tindar háfjallanna halda vörð um ríki næturinnar. Þó er annað, sem heimtar óskipta athygli rnína. Það eru blessaðir spóarnir. í 20—30 ár hef ég aldrei heyrt þá taka lagið eins hressilega og Jressa blíðu júnínótt. Og lagið ber öll merki Jress, að það kemur frá hjarta- rótum þeirra, er komnir eru heim til átthaganna eftir langa útivist. Hvað skauzt nú þarna fyrir norðaustur í mónum? Larnb! Það gerði mér sannarlega illt við. Þarna var Jrá ær á ferð með tvö lömb og stefnir suður austan við klettinn, beint á grenis- munnana. Hún nemur staðar í skorningi þar norðan við og fer að bíta. Lömbin eru gáskafull og hendast áfram. Þau koma bæði sam- tímis að yzta munnanum, þar sem mér hafði áður sýnzt tófan hverfa, og Jrarna staðnæmast þau og kroppa nýgræðing. Þetta eru tvær hvít- ar gimbrar með gulan Iiring um hálsinn, nákvæmlega eins á lit, en misstórar. Elér ganga þær ntilli grenismunnanna, grunlausar um nokkra hættu, og-skynja sízt af öllu, að Jressir gómsætu grastoppar eru afleiðing af bólsetu ægilegasta óvinarins, refsins. Móðirin, sem verður Jress skyndilega vör, að börnin hennar eru horfin, kemur nú skokkandi á eftir Jreinr norðan móinn. Þegar hún kemur á munn- ann, Jrar sem börnin námu fyrst staðar, lyftir hún snögglega höfði, lítur kringum sig og snarstanzar. Þá lítur hún niður fyrir sig, blæs

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.