Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 34
126 NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN úr nös, eins og annarlegur þefur liafi fyllt vitin, stappar niður fótun- um og virðist albúin að verja sig. Nú þykir mér skörin færast upp í bekkinn! Ærin stangar niður í munnann leiftursnöggt og djúpt þrisvar sinnum með augnabliks millibili, eins og hún hafi séð haus- inn á sjálfri húsmóðurinni niðri í munnanum. Því næst tók hún sprett að næstu grastoppum. Satt að segja datt mér í hug að grá eyru og flóttaleg augu gægðust upp úr munnanum, þegar ærin var farin. En viti menn! Ber þá ekki ærin sig nákvæmlega eins til við næsta munna, þann þriðja og fjórða án þess að bíta strá. Að síðustu stappar hún enn niður fótunum, blæs mjög kröftuglega úr nös og brokkar suður í móinn og lömbin á eftir, eins og þau skildu nú fyrst, að þessi gustur á gömlu mömmu væri ekki að ástæðulausu og varlegra mundi að vefa ekki að álpast langt frá henni. Tilburðir ærinnar sýndu glöggt, að hún skynjaði liættuna og fann „loft allt lævi blandið" við munnana. En þó að mér virtist í fyrstu, við hið snögga viðbragð liennar við fyrsta munnann, að hún liefði hreint og beint séð þar hausinn á tófunni, þá varð mér strax ljóst, að ekki gat hún rekið tófuna fram í alla munnana, þó að sam- gangur kynni að vera milli þeirra. Eftir lieimsókn ærinnar gat ég ekki annað en styrkzt í þeirri trú, að tófan væri inni í greninu. Þá voru allar líkur til, að hún kæmi varlega út til að forðast högg á hausinn, því að hún hlaut að hafa orðið ærinnar vör. Ég rís upp í sætinu. Þá sé ég yfir lægðarbarmana umhverfis mig og alla munnana austan við. Mér er farin að leiðast biðin. Og nú er orðið svo hljótt um blessuð litlu steinklöppuhjónin. Þau fljúga að vísu stundum hjá mér, en veita mér enga eftirtekt. Sólblikaða júníkvöld! Hve loft þitt er heilnæmt, himinninn bjart- ur og fjöllin blá. Silkiborðar næturinnar breyta lioltum og móum, liæðum og fjallahlíðum, jafnvel gráum söndum, í töfrandi litasam- stæður, sem alltaf eru að breytast. — Klukkan er tólf. Ég er ekki eins syfjaður og áður, enda reyni ég að skerpa eftirtektina, því að á liverju augnabliki gæti nú eitthvað gefið til kynna, að húsráðendur séu að nálgast. Mig stórfurðar á því að heyra aldrei neitt grunsamlegt hljóð í blessuðum lóunum. Og spóinn þegir líka. Hann er Jró oft seigur að vella yfir horngrýtinu henni lógfótu og renna sér niður að lienni, Jregar hún er að gæða sér á eggjum eða snuðra nálægt hreiðrum. Þarna kemur þá bíl 1 sunnan Austari-Brekku. Ég kenni för Guð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.