Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 40
132 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN vatn. Hann varð svo glaður, að hann hljóp með þá lieirn í einum spretti, alia leiðina, sem er tæpir 20 km, á rúmum klukkutíma. Smám saman styttist leiðin, sem hann þurfti að fara. Síðustu vik- urnar voru þúfutittlingsungar auðfundnir í nágrenninu. Einnig var þar nú orðið krökkt af geldfé og lambám. En lömbin snerti liann ekki, enda vissi hann, að ungar eru betri handa litlum tófubörnum, og þá skyldi ekki skorta. Loks kom þetta Jónsmessukvöld eins og þrumuveður úr lieið- ríkjunni. Maðurinn, þessi hættulegi óvinur, var enn kominn eftir átta mánaða fjarveru. Hann sá mann heima á greninu, þar sem hún var inni. Hann lá í skugganum við stóran stein og honunr hafði liðið svo óumræðlega vel. Litlu munað', að lrann rak ekki upp skerandi viðvörunarhljóð við þessa sýn. En óttinn aftraði honum eins og oft áður. Hann læddist því burtu og gægðist í öðrum stað. Þar lá liann lengi og fylgdist með öllu. Síðast gat liann ekki á sér setið, því að nú var það tófan, sem kallaði. Og hljóðin gerðu hann viðþolslausan. Hann varð að nálgast og sjá betur heim. Hjálpar- köllin frá henni bárust til hans, sár og skerandi. Hann titraði allur og skalf af ótta og löngun í senn til að hlaupa lreim og Irjálpa. En reynsla lífsins og meðfædd varasemi öftruðu honum. Hann færði sig ofurlítið í áttina og gægðist yfir Jrúfnakollana. Þá var það, að augir óvinarins greindu hann. Síðar sá lrann manninn fjarlægjast og hverfa. Þá gekk hann sjálfur nær. Nú komu hljóðin ekki frá greninu sjálfu, heldur hólnum austan við laað. Þá hlaut að vera ólrætt að færa sig enn nær. En lrættan leyndist þá annars staðar og nær en liann grunaði. í nótt blakti ekki hár á höfði og mannaþefurinn, sem hann þekkti vel, gerði ekki vart við sig. Sjón og heyrn brugðust einnig að Jressu sinni. — Ekki verður feigum forðað.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.