Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 42
134 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Sáp.ujurt (Vaccaria parviflora) er liér fágætur slæðingur. Það er einær, kálgræn, hárlaus, um 40 cm há jurt af hjartagrasætt með gagn- stæðum, aflöngum blöðum, sem mjókka fram í odd, en eru breið við grunninn og þar stundum samvaxin. Blómin stilklöng í kvísl- skúf. Rauðbleik krónublöð. Bikar um 15 nnn á lengd. Stöku sinn- um ræktuð hér í görðum til skrauts.. Vex allvíða villt á Norðurlönd- um einkurn á sorphaugum og í görðum. HrukkunjóU. (Rumex crispus L.) hefur lengi vaxið við volgan læk að Reykjum í Mosfellssveit. Hefur líka fundizt í Reykjavík. En auk þessara gömlu fundarstaða vex hrukkunjólinn einnig við læk nálægt Gufudal í Olfusi, stórvaxinn og þroskalegur. Er lians ekki getið þaðan í Flóru. Skógarkerfill. (Antliriscus silvestris Hoffm.] er vöxtuleg, fjölær, 60—80 cm há svcipjurt. Stöngull stinnur, grágrænn, stinnhærður neðst. Greinar livassstrendar og stinnar. Blöðin stakstæð, ljósgræn, hárlaus, tví-þrífjaðurskipt, líkjast talsvert vænum burknablöðum. Biaðbleðlarnir oddlivassir og oft flipóttir. BJómin smá, hvít eða daufgrængul í allstórum sveipum. Smáreifar 5—6-blaða, en engar stórreifar. Svartbrún aldin, slétt nema trjónan. Blómin ilma þægi- lega, en óþægileg lykt er af blöf unum, ef þau eru núin. Biturt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.