Náttúrufræðingurinn - 1949, Síða 42
134
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Sáp.ujurt (Vaccaria parviflora) er liér fágætur slæðingur. Það er
einær, kálgræn, hárlaus, um 40 cm há jurt af hjartagrasætt með gagn-
stæðum, aflöngum blöðum, sem mjókka fram í odd, en eru breið
við grunninn og þar stundum samvaxin. Blómin stilklöng í kvísl-
skúf. Rauðbleik krónublöð. Bikar um 15 nnn á lengd. Stöku sinn-
um ræktuð hér í görðum til skrauts.. Vex allvíða villt á Norðurlönd-
um einkurn á sorphaugum og í görðum.
HrukkunjóU. (Rumex crispus L.) hefur lengi vaxið við volgan
læk að Reykjum í Mosfellssveit. Hefur líka fundizt í Reykjavík.
En auk þessara gömlu fundarstaða vex hrukkunjólinn einnig við
læk nálægt Gufudal í Olfusi, stórvaxinn og þroskalegur. Er lians
ekki getið þaðan í Flóru.
Skógarkerfill. (Antliriscus silvestris Hoffm.] er vöxtuleg, fjölær,
60—80 cm há svcipjurt. Stöngull stinnur, grágrænn, stinnhærður
neðst. Greinar livassstrendar og stinnar. Blöðin stakstæð, ljósgræn,
hárlaus, tví-þrífjaðurskipt, líkjast talsvert vænum burknablöðum.
Biaðbleðlarnir oddlivassir og oft flipóttir. BJómin smá, hvít eða
daufgrængul í allstórum sveipum. Smáreifar 5—6-blaða, en engar
stórreifar. Svartbrún aldin, slétt nema trjónan. Blómin ilma þægi-
lega, en óþægileg lykt er af blöf unum, ef þau eru núin. Biturt