Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 47
Nýr hraunhellir í Heklu Maður er nefndur Karel Vorovka. Hann er tékkneskur að þjóð- erni, en á nú heima í Reykjavík, þar sem hann sólar hjólbarða af bílum með nýrri aðferð, sem íslendingar eru nú að læra af honum. Karel er afjáður og glöggur náttúruskoðari, og trúlegt þykir mér, að hann sé ólatastur göngumaður á Islandi. Einna mest sækir liann í að ferðast um nýrunnin hraun, þó naumast vegna gangfærisins, heldur hins, að þar er margt að skoða. í „Þáttum af Heklugosinu“ (Nátt- úrufr., 18. árg., bls. 21) hefur áður verið minnzt lítillega á ferðir Karels um Hekluhraun. Á hvítasunnu í fyrra vor (1948) fann Karel Vorovka helli einn mikinn í nýja Hekluhrauninu norðan við Höskuldsbjalla, skammt þaðan sem hestaréttin gamla liggur nú djúpt grafin. Einmitt á þess- um slóðunt sást síðast hreyfing og glóð í hrauninu, áður en það staðnaði nteð öllu, hér um bil þremur vikum fyrir þessa ferð Karels. Síðar um sumarið kom Karel aftur að þessum helli. En í hvorugt skiptið voru tiltök að komast inn í hann. Karel sá aðeins niður í myrkt gímald um smágat í hrauninu. Aðrir munnar eru ekki á hell- inum, en þarna varð ekki komizt niður án stiga eða vaðs, og auk þess lagði svo mikinn hita upp úr hellinum, að lians vegna mun liafa verið ólíft niðri í honum. En síðastliðið vor, 29. maí, lagði Karel upp til að kanna hellinn og liafði nú með sér reipi. Á því las hann sig niður í hellinn, sem reynd- ist bæði stærri og fegurri en hann hafði gert sér vonir um. Erfitt reyndist að komast upp altur, en tókst þó giftusamlega. Fram að þessu liafði enginn séð þenna helli og því síður komizt niður í hann nema Karel Vorovka. Þó hafði hann jafnan sagt mér og fleirum frá ferðum sínum þangað, lýst fyrir mér hellinum og sagt mér til vegar að honum. Ekki hafði Karel nein tæki til að mæla hellinn, þegar liann komst fyrstur manna niður í hann, en gizkaði furðu nærri lagi á stærð hans. Fullyrða má, að hellirinn væri enn

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.