Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 47
Nýr hraunhellir í Heklu Maður er nefndur Karel Vorovka. Hann er tékkneskur að þjóð- erni, en á nú heima í Reykjavík, þar sem hann sólar hjólbarða af bílum með nýrri aðferð, sem íslendingar eru nú að læra af honum. Karel er afjáður og glöggur náttúruskoðari, og trúlegt þykir mér, að hann sé ólatastur göngumaður á Islandi. Einna mest sækir liann í að ferðast um nýrunnin hraun, þó naumast vegna gangfærisins, heldur hins, að þar er margt að skoða. í „Þáttum af Heklugosinu“ (Nátt- úrufr., 18. árg., bls. 21) hefur áður verið minnzt lítillega á ferðir Karels um Hekluhraun. Á hvítasunnu í fyrra vor (1948) fann Karel Vorovka helli einn mikinn í nýja Hekluhrauninu norðan við Höskuldsbjalla, skammt þaðan sem hestaréttin gamla liggur nú djúpt grafin. Einmitt á þess- um slóðunt sást síðast hreyfing og glóð í hrauninu, áður en það staðnaði nteð öllu, hér um bil þremur vikum fyrir þessa ferð Karels. Síðar um sumarið kom Karel aftur að þessum helli. En í hvorugt skiptið voru tiltök að komast inn í hann. Karel sá aðeins niður í myrkt gímald um smágat í hrauninu. Aðrir munnar eru ekki á hell- inum, en þarna varð ekki komizt niður án stiga eða vaðs, og auk þess lagði svo mikinn hita upp úr hellinum, að lians vegna mun liafa verið ólíft niðri í honum. En síðastliðið vor, 29. maí, lagði Karel upp til að kanna hellinn og liafði nú með sér reipi. Á því las hann sig niður í hellinn, sem reynd- ist bæði stærri og fegurri en hann hafði gert sér vonir um. Erfitt reyndist að komast upp altur, en tókst þó giftusamlega. Fram að þessu liafði enginn séð þenna helli og því síður komizt niður í hann nema Karel Vorovka. Þó hafði hann jafnan sagt mér og fleirum frá ferðum sínum þangað, lýst fyrir mér hellinum og sagt mér til vegar að honum. Ekki hafði Karel nein tæki til að mæla hellinn, þegar liann komst fyrstur manna niður í hann, en gizkaði furðu nærri lagi á stærð hans. Fullyrða má, að hellirinn væri enn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.