Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 11
GEYSIR OG AÐFÆRSLUÆÐAR HANS
153
Að reikna þrýstinginn út eins og vatnið í hvernum
væri kyrrt leiðir i þessu tilfelli til rangrar niður-
stöðu.
Ég liafði hugsað mér að mæla þrýstinginn jafn-
franrt hitamælingum í Geysi. Ég ætlaði að nota
til þessara mælinga i/, þumlungs vatnspípur sett-
ar saman eins og mynd 2 sýnir. Neðri endinn,
sem er opinn, er nteð ofurlítilli krókbeygju, en
efri endinn með vatnshæðarmæli og hana, sem
er lokað, þegar allt loft hefur verið sogið úr
pípunni og hún er algerlega full af vatni. Þegar útséð var, að hita-
mælingatækin fengjust ekki á þessu sumri, afréð ég að reyna þrýst-
ingstækið í Geysi, svo að lagfæra mætti fyrir næsta sumar, ef því
væri ábótavant, en með góðra manna aðstoð hafði ég fengið lánað
það, sem til þess þurfti og ég hafði eigi sjálfur. Ég liafði beðið að
hafa hverinn fullan, nema þegar sýna þurfti gos, en um morguninn
1. septemlier, er ég ásamt 4 vinum fór austur, var símasambands-
laust við Geysisstöðina. Er við vorum nýkomnir að gistihúsinu, en
höfðum ekki enn komið að Geysi sjálfum, gaus hann litlu gosi.
Hafði láðst að stífla raufina, er vatnið rennur um, er vatnsborð
hversins er lækkað. Þótt tilraun mín gæti nú eigi náð tilgangi sínum
að öllu leyti, vildi ég samt prófa, hvernig tækist að koma pípunni
fyrir í Geysi. Þetta reyndist auðvelt, og eftir nokkra bið varð vart
við srnáa þrýstingskippi á mælinum. Þeir urðu tíðari og meiri, er á
leið, og rétt fyrir næsta smágos, sem varð um 4 stundum eftir hið
fyrra smágos, nam þrýstingsaukinn 0.6 metra vatnshæð. Hver þrýst-
ingsauki stóð aðeins augnablik, á eftir kom jafnskammvinnur undir-
þrýstingur, sem gat orðið næstum jafnmikill. Meðan á gosinu stóð,
en hæð þess var áætluð 8—10 m, sveiflaðist þrýstingurinn miklu
meira, en þar kom líka til greina, að mælipípan sveiflaðist þá upp
9,5 m