Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 16
158
NÁTTÚRUFRÆRIN GURINN
sínum í hreiður smáfugla, heldur aðallega í hreiður lirafnafugla,
svo sem iijá krákum og skjóm og á Spáni aðallega hjá lrláskjóm af
ættkvíslinni Cyanopica. En auk þess eru til nokkrar tegundir gauka,
sem ekki eru varpsníklar, og byggja því sín eigin Iireiður og unga
eggjum sínum út sjálfir eins og flestir aðrir fuglar.
Utan gaukaættarinnar eru varpsníkjur einnig þekktar hjá all-
mörgum fuglategundum. Þannig eru t. d. innan hinnar stóru afrísku
ættar vefarafuglanna hinar svonefndu ekkjur eða Vidua-tegundir
undantekningarlaúst varpsníklar, og verpa þær hinum litlu hvítu
eða daufbláu eggjum í lireiður annarra vefara. Þar sem egg þessara
sníkjufugla eru hvorki að lit né stærð frábrugðin eggjum fóstur-
fuglanna og ungarnir auk þess oft og tíðum mjög líkir, var mönnum
lengi vel ókunnugt um sníkjuskap þessara fugla. Óyggjandi sann-
anir fyrir varpsníkjum vefaranna fengust jtví tiltölulega seint, ekki
fyrr en eggjum úr grunsamlegum hreiðrum hafði verið klakið út
og ungarnir síðan hafðir í haldi, unz þeir höfðu klæðzt fullorðins-
búningi.
Varpsníklar eru ennfremur margar tegundir starabræðra í Norð-
ur-Ameríku, sem koma þar í stað staranna okkar, þar á meðal, t. d.
lúnir svonefndu kúfuglar, sem teljast til ættkvíslarinnar Molothrus
og verpa eggjum sínum í hreiður annarra starabræðra og láta þá hafa
fyrir útungun og uppeldi unganna.
Svipað hátterni finnum við ennfremur lijá liinum svonefndu hun-
angsauglýsendum eða hunangsgaukum í Afríku. Þeir eru þekktir
fyrir það að reyna að draga að sér athygli vegfaranda með sérstökum
hljóðmerkjum og leiðbeina þeim síðan langt inn í þykkni frumskóg-
anna, þar sem þeir hafa fundið eittlivað merkilegt. Oftast er hér um
að ræða villibýflugnabú, og þetta hátterni fuglanna færa svertingj-
arnir sér í nyt og liafa þess vegna gefið þeim nafnið hunangsaug-
lýsendur. Annars er full ástæða til þess að treysta ekki um of þessu
hátterni fuglanna, þar sem lúnn fundni fjársjóður reynist stundum
vera Ijónabú eða risaslanga. Einnig þessir fuglar eru varpsníklar.
Eitthvert sérstæðasta dæmi um varpsníkjur finnum við loks hjá
suðuramerísku öndinni Heteronetta, en hún kemur eggjum sínum
fyrir í hreiðrum iijá gæsum af ættkvíslinni Cloephaga, og hjá Coseio-
roba-svaninum, en þótt ótrúlegt sé, einkum þó lijá stórum ránfugli
af haukaættinni, sem ungar eggjum hennar út. Auðvitað yfirgefa
andarungamir hreiður fósturforeldranna strax og þeir koma úr egg-
inu, og þar sem þeir þá þegar eru færir um að sjá sér farborða, vaxa