Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 21
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 163 kassanum og þrýsti gotraufinni að hreiðuropinu og komi þannig egginu inn í hreiðrið. Ég hef sjálfur ekkert til málanna að leggja í þessari deilu, því að enda þótt ég hafi árum saman fengizt við athug- anir á varpháttum gauksins, lief ég aldrei verið sjónarvottur að því, þegar hann hefur verið að koma eggjum sínum fyrir. Auk þess er ekki víst, að ein einstök athugun hafi nokkurt sönnunargildi í þessu máli, því að ekki er víst, að gaukurinn fari alltaf eins að. Það er hægt að færa fram veigamikil rök og athuganir til stuðnings málstað beggja deiluaðila, og er því ekki óhugsandi, að báðir geti haft rétt fyrir sér og gaukurinn bregði báðum þessum aðferðum fyrir sig, en úr því verða framtíðarrannsóknir að skera. Ég hef þegar bent á það, að varpsníkjur gauksins eru ýmsum erfið- leikum bundnar vegna þess, að liann er miklu stærri en fuglar þeir, sem hann felur umsjá afsprengis síns. Mjög margþætt og flókin að- lögunarfyrirbæri miða að því að ráða bót á þessum erfiðleikum, og draga úr ósamræmi því, sem stafar af stærðarmuninum, og eru þau einkum fólgin í því, að náttúran hefur sveigt varpliætti gauksins til samræmis við varphætti hinna smáu fósturforeldra. Eitt af þessurn aðlögunarfyrirbærum kemur fram í stærð gauks- eggsins. Fullorðinn gaukur vegur að meðaltali um hundrað grömm eða álíka mikið og gráþröstur eða hrossagaukur. Egg hrossagauksins, sem er hreiðurfæla, vegur sautján grömm, en egg gráþrastarins, sem er Iireiðurdi’öttull, níu grömm. Hins vegar vegur gaukseggið ekki nema rúm þrjú grömm og er því hlutfallslega minnsta fuglsegg. sem þekkist. ÞeiiTÍ staðreynd, að gaukurinn verpur svo afar smáum eggj- um, er það að þakka, að egg hans eru hvað stærð snertir, alls ekki eða sára lítið frábrugðin eggjum hinna smáu söngfuglategunda, sem gaukurinn velur afkvæmi sínu að fósturforeldrum. Annað mjög áberandi aðlögunarfyrirbæri, sem mikið hefur verið ritað og deilt um, snertir lit gaukseggjanna. Þótt undarlegt megi virðast, rná segja, að það sé regla, að gaukseggin séu oftast svo lík eggjum fósturforeldranna að lit, að það reynist oft fullerfitt fag- mönnum að þekkja þau við fyrstu sýn. Ef egg fósturforeldranna eru blá, eins og lijá garðaskottunni, þá eru egg þeirra gauka, sem hafa tekið tryggð við þá tegund, einnig blá; ef egg fósturforeldranna eru hvít, eins og hjá húsaskottunni, þá eru egg húsaskottugaukanna einnig hvít; ef egg fósturforeldranna eru grábrún með dökkum díl- um eins og lijá þúfutittlingnum eða ljósgræn með ólífugrænum dropum, dílum eða strikum eins og hjá reyrsöngvarategundunum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.