Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 22

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 22
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þá sýna gaukseggin, sem finnast í hreiðrum þessara tegunda, næstum alveg sömu litareinkenni o. s. frv. Auðvitað eru margar undantekningar frá þessari reglu, og er þá gaukseggið ekkert sérstaklega líkt eggjum fósturforeldranna. Slíkt er einkum algengt á svæðum, þar sem hinum upprunalegu einkenn- um landslagsins hefur verið gerbreytt með gagngerðri ræktun, og þar, sem hin líffræðilega mismunandi gaukakyn búa saman í þétt- býii. Það má segja, að undir slíkum kringumstæðum sé það regla en ekki undantekning, að egg kvengauka séu frjóvguð af karlgaukum annarra gaukakynja, sem oftast hafa þá aðra erfðaeiginleika með til- liti til útlits eggjanna. Aftur á móti verður að leggja áherzlu á þá staðreynd, að í upprunalegu og óspilltu umhverfi kemur alls staðar fram dásamlegt samræmi milli gaukseggsins og eggs fósturforeldr- anna, sem jafnvel nær til smæstu séreinkenna. Hjá mörgum kúlu- nefum hefur þessi tilætlaða blekking fósturforeldranna náð slíkri fullkomnun, að þeir veita undantekningarlaust gauksegginu við- töku sem sínu eigin eggi. Minna áberandi, en eigi að síður mjög þýðingarmikið aðlögunar- fyrirbæri gaukseggsins er fólgið í mikilli hörku og þykkt eggskurns- ins. Þessi eiginleiki eggsins er nauðsynlegur til þess, að það brotni síður þegar gaukurinn stingur því með nefinu inn í hreiðrið eða lætur það velta eða detta frá hreiðuropinu niður í hreiðrið, en eins og áður hefur verið drepið á, getur gaukurinn undir vissum kring- umstæðum alls ekki orpið eggi sínu beint í hreiður fósturforeldr- anna. Þetta einkenni gauksins verður hver eggjasafnari var við, þegar hann blæs úr gaukseggi og þarf að bora á það gat, enda þótt hann hafi ef til vi 11 upphaflega verið í vafa um, hvort um gauksegg væri að ræða. Hafi nú loks tekizt að koma gauksegginu heilu og ósködduðu í hið fyrirhugaða hreiður og hafi fósturforeldi'arnir veitt því viðtöku án þess að gruna nokkuð, er þó erfiðleikum þeim, sem hreiður- sníkillinn þarf að yfirvinna, alls ekki lokið, heldur byrja þeir nú fyrst fyrir alvöru. Útungunartími hjá fuglum af svipaðri stærð og gaukurinn nemur eitthvað fjórtán til sextán dögum, og ef um hreiðurfælur er að ræða, nemur hann jafnvel tuttugu dögum eða þar yfir. Hjá hinum smáu söngfuglum, sem gaukurinn velur sér að fósturforeldrum, nemur útungunartíminn aftur á móti aðeins þrett- án til fjórtán dögum. Fræðilega séð myndi þetta hafa það í för með sér, að fóstursystkini gauksins kæmu eittlivað þremur dögum fyrr úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.