Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 26
168 N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN unargagnið fyrir kenningum þeirra manna, sem í líffræðivísindum- um hafa fylkt sér um nafnið Darwin. Eg geri ráð fyrir, að ég megi treysta því, að áheyrendum mínum sé vel kunnugt um grundvallar- kenningar hins fræga enska náttúrufræðings, Darwins, og þó sér- staklega um kenningar lians um úrval náttúrunnar (Tlie survival of the fittest). Ég vil þó, til að fyrirbyggja misskilning, drepa hér stuttlega á kenningar Darwinista um það, á hvaða hátt samræmið milli gauks- eggsins og eggja fósturforeldranna hafi skapazt. Þeir lialda því fram, að upphaflega hafi slíku samræmi ekki verið til að dreifa, en gauk- urinn hafi liins vegar reynt að koma eggjum sínum fyrir í hreiðrum vissra smáfugla, enda þótt eggin liafi verið ólík. Þó hafi gaukseggin ekki öll verið alveg eins, en hafi verið talsvert hreytileg, eins og fuglaegg sömu tegundar eru yfirleitt, og afleiðingin af því liafi orðið sú, að fósturforeldrarnir hafi ekki amazt við þeim gaukseggjum, sem voru líkust þeirra eggjum, heldur ungað þeim út, en hafi veitt ólíku eggjunum eftirtekt og þess vegna yfirgefið hreiðrin. Á þennan hátt hafi kvengaukar þeir, sem af tilviljun hafi átt líkust egg, eignazt af- komendur og þeim fjölgað, en kvengaukar með ólíkum eggjum liafi enga afkomendur eignazt og því dáið út. Þar sem eiginleikar þeir, sem ráða útliti eggsins, gangi að erfðum, hafi afleiðingin orðið sú, að vegna stöðugs úrvals af hálfu fósturfor- eldranna, hafi egg hinna mismunandi gaukakynja smám sarnan tek- ið að líkjast meir og meir eggjum fósturforeldranna, unz þessi lík- ing hafi náð svo langt, að ekki hafi lengur verið liægt að þekkja gaukseggið frá eggjum fósturforeldranna á litnum, og þar með hafi þróunin á þessu sviði náð lokatakmarki sínu. Fljótt á Jitið virðist ekki vera hægt að færa fram veigamikil rök gegn þessari kenningu Darwinistanna, en þó skal bent á það, að málið er ekki eins einfalt og í fljótu bragði virðist. Darwinistar Itafa t. d. ekki tekið nægilega mikið tillit til þess, að ekki er allt fengið með því, að gaukseggið sé sem líkast eggjum fósturforeldranna, því að málsaðilar eru liér eins og svo oft endranær, tveir, sem verða fyrir gagnkvæmum áhrifum, og verður því að taka tillit til þeirra beggja. Hinn aðilinn er fósturfuglinn, sem veitir gauksegginu við- töku. Eins og ég hef þegar drepið á, verður náttúran að fórna öllum eggjum eða ungum fósturforeldranna l'yrir hvern gauksunga, sem kemst á legg. Þegar þróunin hefur náð hámarki sínu, og gaukseggin eru orðin svo lík eggjum fósturforeklranna, að því sem næst, hverju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.