Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 1949, Page 27
LEYNDARDÓMUR GAUKSINS 169 gaukseggi er veitt viðtaka, og útungun þess þar með tryggð, þá hefur það um leið þá þýðingu, að jafnt og þétt hlýtur að draga úr viðkomu viðkomandi fósturfuglstegundar, þar sem hún verður, í stöðugt ríkari mæli að gaukafóstru. Bein afleiðing af því myndi verða sú, að eftir nokkrar kynslóðir, myndi koma aragrúi af gaukum á móti til- tölulega fáum einstaklingum fósturfuglstegundarinnar á hverjum stað. Þetta líffræðilega ósamræmi myndi á skömmum tíma leiða til þess, að gaukurinn myndi útrýma fósturtegundinni, og bíða síðan sömu örlög sjálfur, ef hann þá ekki leitaði til annarra heimkynna eða sneri sér að annarri fósturtegund, svo framarlega sem sérhæfni hans væri þá ekki orðin of rnikil til þess. Það eru dæmi til þess, að gaukurinn liafi algerlega útrýmt fóstur- tegund sinni á vissum svæðum, en slíkar ólarir hafa þó alltaf verið bundnar við takmörkuð svæði. Slíkri þróun er ekki að búast við al- mennt, vegna þess að hið raunverulega ástand úti í náttúrunni er yfirleitt miklu flóknara en framangreindar bollaleggingar gefa til- efni til að ætla, þannig er t .d. viðkvæmni mismunandi fuglategunda gagnvart gauksegginu mjög mismunandi. Vissar tegundir, eins og laufsöngvarar og garðspéfugl, þekkja gaukseggið undir eins og veita því aldrei móttöku. Þetta eru liinar viðkvæmu og vandlátu teg- undir, sem stöðugt vísa gauknum á bug. Hið gagnstæða eru hinar óviðkvæmu tegundir, sent veita hverju gaukseggi móttöku og unga því út, hvort sem það líkist eggjum þeirra eða ekki. Til þessara teg- unda telst t. d. járnspörinn í Englandi. Gaukaegg í hreiðrum hans eru oft mjög ólík hans eigin eggjum vegna þess, að af hans hálfu er ekki um neitt val að ræða og því engin skilyrði til náttúruúrvals. Gaukseggin þurfa ekki að vera lík og eru það þess vegna ekki. Flest- ir fuglar standa mitt á milli þessara tveggja andstæðna. Einstakling- ar sömu tegundar hegða sér einnig talsvert mismunandi í þessu til- liti. Tiltölulega fáir einstaklingar eru annaðhvort mjög viðkvæmir eða óviðkvæmir, en meiri hluti einstaklinganna er einhvers staðar þar á milli. Á einfaldan hátt er hægt að sýna fram á, hvernig við- kvæmni fósturfuglanna og samræmi eggjanna eykst með vaxandi varpsníkjum gauksins. Það liggur nefnilega í augurn uppi, að hin- um óviðkvæmu hlýtur að fækka tiltölulega meira en Jtinum við- kvæmu og fleiri líkum eggjum er ungað út en ólíkum. Hversu mikilli fullkomnun aðlögun eggjanna nær, fer eftir því, live miklum stökkbreytingum náttúran beitir í þessu skyni. Við þessi takmörk, sem náttúran setur, stöðvast hin ósjálfráða aðlögun-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.