Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 28
170 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN arþróun. Hún getur ekki skapað neitt algerlega nýtt og er því ein- skorðuð af möguleikum þeirn, sem náttúran veitir. Kenning Dar- wins um úrval náttúrunnar nægir ekki til skýringar á framkomu blárra, grænna eða Iivítra gaukseggja, ef náttúran hefði ekki áður, látið þau koma fram, þ. e. ef gaukar liefðu ekki einhvers staðar og einhvern tíma orpið slíkum eggjum.’ Náttúran ein er gædd ótæmandi sköpunarmætti, en úrvalsviðleitnin getur aðeins þjónað henni með því að fága verk hennar. í strjálbýlum löndum þar sem hinir upprunalegu eiginleikar landslagsins hafa varðveitzt og jafnvægi ríkir í náttúrunni, þar hefur aðlögun gaukseggjanna náð hápunkti sínum. Sem dæmi um slíkt land má nefna Finnland, þar sem húsaskottan og fjallafinkan eru helztu gaukafóstrurnar. Þar leiðir þó þrónn sú, sem hér hefur verið gerð að umræðuefni, ekki til hinna ýtrustu afleiðinga þessa fyrir- bæris, því að jafnvægi skapast milli sníkils og fóstru á þann hátt, að hin háa dánartala gauksafkvæmanna vinnur á móti offjölgun hans á kostnað fósturforeldranna. Samkvæmt rannsóknum Capeks og Owens hefur komið í ljós, að af 100 orpnum gaukseggjum er aðeins 62 veitt móttaka til útungunar, en af þeim eyðileggjast eða misfar- ast 20 meðan á útungun stendur. Af þeim 42 gauksungum, sem líta dagsins Ijós, drepast 18 áður en þeir yfirgefa hreiðrið, svo að aðeins 24 fuglar verða fleygir. Stærð hreiðurhelgi og fæðumagn geta einnig haft sín áhrif í þá átt, að draga úr fjölguninni. Sú staðreynd, að gaukurinn er að vissu leyti sérhæfður að ákveðinni fæðutegund, sem sé mikið liærðum skordýralirfum, stuðlar að sínu leyti að því, að koma í veg fyrir offjölgun lians. Ef við ætlum að nota kenninguna um úrval náttúrunnar til að gera okkur grein fyrir ]>ví, hvernig litaraðlögun gaukseggjanna er til komin, eins og reynt hefur verið hér að framan, þá verðum við fræðilega séð að krefjast þess, að þessi aðlögun hafi alls staðar náð mikilli fullkomnun, þar sem úrval hins hæfa skeður eftir sömu meginreglum, án þess að önnur áhrif grípi truflandi inn í. Þessum skilyrðum er fullnægt þar, sem annaðhvort flestar gaukafóstrur verpa eins eða mjög líkum eggjum eða hinar mismunandi gaukafóstrur eru greinilega aðskildar vegna mismunandi Hfshátta og útbreiðslu. í fyrra tilfellinu keppir náttúruúrvalið að sama takmarki hjá flestum gaukakynjum á sama svæði. Kynblöndun milli mismunandi gauka- kynja dregur því ekki úr árangri úrvalsins. Þannig veldur það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.