Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 30
172 NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN ungum fósturforeldranna út úr hreiðrinu og mörg fleiri aðlögunar- fyrirbæri hafi þróazt á sama hátt fyrir tilverknað náttúruúrvalsins, en annað mál er það, hvort þetta er líklegt. Hin gamla efnishyggjumótaða lífsskoðun Darwinistanna heldur fast við þá grundvallarhugmynd, að stökkbreyting genanna eða arf- beranna, þ. e. lneyting erfðaeiginleikanna, gerist án nokkurs sam- hengis sín á milli og án nokkurs takmarks. Margþætt og flókin að- lögunarfyrirbæri eins og varpsníkjur gaukanna, hafi einnig skapazt við stökkbreytingar sem hrein tilviljun og að því er virðist út í blá- inn, og hafi síðan þróazt og fullkomnazt fyrir tilverknað náttúruvals- ins. Nú er okkur að vísu ekki kunnugt um stökkbrey.tingahneigð gauksins, og við getum því aðeins áætlað hana út frá reynslu þeirri, sem við höfum af öðrum dýrum. Lausleg áætlun með h jálp líkinda- reiknings sýnir samt, að meira að segja jarðsögulega séð hlýtúr að vera óralangur tími nauðsynlegur til þess, að kerfi af aðlögunarfyr- irbærum, sambærilegt við varpsníkjur gauksins, geti myndazt við tilviljunakenndar og stefnulausaar stökkbreytingar. Hugsið ykkur, live langan tíma það myndi taka barn í leik, að setja saman flókna vél úr hinum óteljandi hlutum hennar og gera liana gangfæra, án þess að það hafi nokkurn skilning á grundvallaratriðum vélsmíð- innar. Eða hve langan tíma það tæki mann að opna þjófalás eða tölulás með því að prófa sig áfram í blindni. Eða live lengi liafið þið, áheyrendur góðir, tekið þátt í happdrættinu án þess að fá stóra vinn- inginn? En svo að við víkjum aftur að gauknum og gerum ráð fyrir, að þessi ákaflega sjaldgæfa tilviljun skyldi einhvern tírna henda og allar nauðsynlegar stökkbreytingar verði samtímis í sama gaukseggi. Hver er þá kominn til að segja, að einmitt þessu eggi verði ungað út og gauksunginn nái fullorðins- og kynþroskaldri og auki kyn sitt? Ein lítilfjörleg og ómerkileg tilviljun getur hér eyðilagt allt aftur. Ef við ætlum að byggja á þessari vélrænu kenningu, verðum við að reikna með því, að geysilangur tími hafi verið nauðsynlegur til þess, að varpsníkjufyrirbrigðið liafi getað myndazt, jafnvel svo langur, að við yrðum að leita aftur til hinnar jarðsögulegu fortíðar, þegar engir gaukar og jafnvel engir fuglar voru enn komnir fram á sjónarsviðið. Bollaleggingar sem þessar, hljóta að valda nokkrum efasemdum sérstaklega þegar tillit er tekið til þess, að allar niðurstöður af rann- sóknum í samanburðariíffærafræði, gervafræði, líffræði og ekki sízt niðurstöður sníkjudýrarannsókna benda eindregið til þess, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.