Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 39
NÝR HELLIR í HEKLUHRAUNI 181 í tveimur næstu Hekluferðum mínum þenna vetur ha£ði ég með- í'erðis járnstöng til að kanna með hraunvakirnar. Hún var sívöl, 2 m löng (upp að handfangi, sem var þverbeygt), 11 mm að þvermáli og vó 1.6 kg. í fyrri ferðinni, 1. febrúar 1948, vorum við Trausti Einarsson samferða og gengum upp með nýja hrauninu að norðan, en hreppt- um illviðri og ófærð, svo að við komumst skammt, og ég fann enga vök, þar sem stönginni yrði við komið. í síðari ferðinni, 22. febrúar, vorum við margir saman, og kann ég ekki að nafngreina nema suma. Við gengum syðri leiðina, um Höskuldsbjalla, og skammt norður af honum hitti ég á vök í nýja hrauninu, svipaða þeirri, sem liér var lýst að framan, en nokkur hundruð metrum vestar. Fleiri vakir voru á þessum slóðum, og virtist allt liraunrennslið fara fram í smáum kvíslóttum álum, ýmist neðanjarðar eða ofan. í þeirri vökinni, sem ég skoðaði bezt, streymdi kvikan vestur út undan sprunginni hraunklöpp, hafði flætt lítið eitt upp neðst í vökinni, og var jiar hálfstorkinn helluhraunspollur með digrum reipum á nyrðri skörinni, en hvarf síðan aftur um 30 m neðan við upptök undir harðstorkið Jiak úr mjög úfnu hrauni. Vakarbarmarnir voru ekkert upp orpnir, en flatar traustlegar skarir að kvikunni. Vökin var um 1 m að breidd næst upptökum og glóði Jiar öll, en hemaði og myndaði reipi fáum metrum neðar. Ég stakk nú járnstönginni í vökina, rak hana 150 cnt niður í kvikuna og fann ekki botn. Stöngin gekk vel í, en þó var viðnámið nú greinilega meira en í fyrra skiptið. Ég gizkaði á, að ég liefði beitt 10 kg krafti að með talinni þyngd stangarinnar. Þarna tók ég ekki eftir, að seigari börkur væri á yfirborði kvikunnar, en viðnámið virtist lieldur fara vaxandi, er dýpra kom. Ég mun liafa verið þó nokkrar sekúndur, ef til vill 10—20, að reka stöngina niður. Því næst sleppti ég henni fáeinar sekúndur til að atliuga straumlagið eins og í fyrra skiptið. Virtist mér hún þá taka að hallast upp i strauminn, og er það merki þess, að straumur sé hraðari niðri í djúpinu en uppi við yfirborð, en ekki var þetta vel greinilegt. Þegar ég ætlaði að kippa stönginni upp úr aftur, var hún fastari fyrir en mig varði. Ég rykkti og togaði af öllu afli, en gat lítið bifað lienni upp á við. Stangarendinn hitnaði ískyggilega í höndum mér, og ég var að því kominn að gefast upp. En í því komu ferðafélag- arnir til hjálpar. Þeir toguðu í mig og síðan liver í annan eins og þeir Einbjörn og Tvíbjörn forðum. Leikurinn barst undan straumi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.