Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 41

Náttúrufræðingurinn - 1949, Side 41
NÝR HELLIR í HEKLUHRAUNI 183 4. mynd. Innarlega i austurálmu Karelshellis, horft vestur. (Guðm. Erlendssön Ijóstn.) bognað allmikið í stimpingunum. Efri endi hans, sem stóð út úr hraunkertinu, hitnaði allur svo, að sauð á honum, skömmu eftir að við náðum honum upp. Til allrar hamingju hafði ég tvenna vettl- inga á höndunum og veitti ekki af, til að ég brenndist ekki. Ég hefði gjarna viljað koma hraundrönglinum heim í heilu lagi á stönginni, en treystist ekki að bera hann. Varð það úr, að ég braut hann að mestu af með hamri, en skildi eftir nokkra steinhringa utan um teininn. Með þeim á verður stöngin væntanlega til sýnis á Nátt- úrugripasafninu innan skamms. Efnið í þessum steinum er mjög venjulegt Hekluhi’aun, nokkuð blöðrótt (eðlisþyngd um 2.3), og allar blöðrurnar eru ílangar í stefnu samsíða teininum eftir togið, er hraundröhgullinn var slitinn upp úr kvikunni. Nú voru ekki tök á að þreifast betur um niðri í vökinni, þar senr teinninn var orðinn ónýtur til þess. Og er þetta síðasta skipti, sem ég hef rekið staf nrinn í rennandi hraun.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.