Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 47
Ingólfur DavíSsson:
Nykurrósir
(Vatnaliljur, Nymphaeoideae)
Vatnagróður Norðurlanda er víða allmjög frábrugðinn því, sem
gerist hér á landi.
Tjarnir eru hér víða bryddar stör, fergini eða votasefi. Á sunnan-
verðum Norðurlöndum vex stórvaxin þakreyr út í vötnum 2—3ja
metra hár. Gular sverðliljur o. fl. fagrar blómjurtir vaxa kringum
tjarnirnar, og hér og hvar standa brúnir kollar dúnhamarins upp úr
sefinu og reyrnum. Víðihríslur slúta út á vatnið, og má þar sjá margt
„víðikerið". Þykir okkur þetta furðu mikil gróðursæld. En gróður-
inn úti á vötnunum vekur ekki síður aðdáun. Þar fljóta sums staðar
stór, græn blöð í stærðar breiðum, og hér og hvar milli blaðanna
standa hvít eða gul blóm upp úr vatninu, svipuð skrautlegum rósa-
blómum. Það eru fjölærar vatnajurtir, flestar í hitabeltinu en all-
margar í tempruðum löndum. Blöðin eru stilklöng, hjartalaga eða
nýrlaga á norrænu tegundunum. Niðri í efjunni eru gildir jaið-
stönglar. Blómin eru stærri en á nokkrum öðrum "norrænum gróðri.
Bikarblöðin eru 4, mörg krónublöð, ein fræva og fjöldi fræfla. Gular
og hvítar nykurrósir (Nuphar luteum, N. purnilum, Nymphaea alba
o. fl.) vaxa í Danmörku og Noregi.
í víkum Amazónfljótsins og vötnum víðar í S-Ameríku vex ein
stórvaxnasta og einkennilegasta vatnajurt heimsins., vatnadrottning-
in (Victoria regia), ásamt skyldri tegund (V. cruziana), og eru þær
kenndar við Viktoríu Englandsdrottningu. Vatnadrottningin ber
kringlótt flotblöð, sem geta orðið 2—31,4 m í þvermál. Jaðrar blað-
anna eru brettir upp, og líkjast þau kringlóttum bollabakka. Upp-
beygðu jaðrarnir eru 10—20 crn háir. í lögginni eru smágöt, svo að
vatnið rennur fljótt út aftur í rigningu eða ef „gefur á bátinn“. Jað-
arinn uppbretti styrkir mjög blaðið og veitir nokkra vörn gegn
áleitnum vatnaþörungum. Blöðin eru græn að ofanverðu, en fjólu-
blá að neðan. Neðan á blöðunum eru meira en fingurgildir blað-
strengir, líkt og geislar. Bæði á þeim og blaðstilkunum eru krókar
og gaddar, sennilega til varnar vatnadýrum. Hin risavöxnu blöð