Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 47
Ingólfur DavíSsson: Nykurrósir (Vatnaliljur, Nymphaeoideae) Vatnagróður Norðurlanda er víða allmjög frábrugðinn því, sem gerist hér á landi. Tjarnir eru hér víða bryddar stör, fergini eða votasefi. Á sunnan- verðum Norðurlöndum vex stórvaxin þakreyr út í vötnum 2—3ja metra hár. Gular sverðliljur o. fl. fagrar blómjurtir vaxa kringum tjarnirnar, og hér og hvar standa brúnir kollar dúnhamarins upp úr sefinu og reyrnum. Víðihríslur slúta út á vatnið, og má þar sjá margt „víðikerið". Þykir okkur þetta furðu mikil gróðursæld. En gróður- inn úti á vötnunum vekur ekki síður aðdáun. Þar fljóta sums staðar stór, græn blöð í stærðar breiðum, og hér og hvar milli blaðanna standa hvít eða gul blóm upp úr vatninu, svipuð skrautlegum rósa- blómum. Það eru fjölærar vatnajurtir, flestar í hitabeltinu en all- margar í tempruðum löndum. Blöðin eru stilklöng, hjartalaga eða nýrlaga á norrænu tegundunum. Niðri í efjunni eru gildir jaið- stönglar. Blómin eru stærri en á nokkrum öðrum "norrænum gróðri. Bikarblöðin eru 4, mörg krónublöð, ein fræva og fjöldi fræfla. Gular og hvítar nykurrósir (Nuphar luteum, N. purnilum, Nymphaea alba o. fl.) vaxa í Danmörku og Noregi. í víkum Amazónfljótsins og vötnum víðar í S-Ameríku vex ein stórvaxnasta og einkennilegasta vatnajurt heimsins., vatnadrottning- in (Victoria regia), ásamt skyldri tegund (V. cruziana), og eru þær kenndar við Viktoríu Englandsdrottningu. Vatnadrottningin ber kringlótt flotblöð, sem geta orðið 2—31,4 m í þvermál. Jaðrar blað- anna eru brettir upp, og líkjast þau kringlóttum bollabakka. Upp- beygðu jaðrarnir eru 10—20 crn háir. í lögginni eru smágöt, svo að vatnið rennur fljótt út aftur í rigningu eða ef „gefur á bátinn“. Jað- arinn uppbretti styrkir mjög blaðið og veitir nokkra vörn gegn áleitnum vatnaþörungum. Blöðin eru græn að ofanverðu, en fjólu- blá að neðan. Neðan á blöðunum eru meira en fingurgildir blað- strengir, líkt og geislar. Bæði á þeim og blaðstilkunum eru krókar og gaddar, sennilega til varnar vatnadýrum. Hin risavöxnu blöð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.