Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 4
66 NÁTT Ú R U F RÆT) I N G IIRIN N vinum og vandamönnum. En eftir að hjónin höfðu sigrazt á sjúk- dómnum og Sigurleifur fengið starf hjá Fiskideildinni, röskum þremur árum síðar, var heimilið stofnað á ný, nú í Reykjavík. Sigurleifur réðst að Fiskideildinni strax er hún tók til starfa, haust- ið 1937, sem tæknilegur aðstoðarmaður við rannsóknir á vatnafisk- um og síld. Þegar veiðimálastjóri var ráðinn, liætti Fiskideildin af- skiptum af vatnarannsóknum og gat þá Sigurleifur gefið sig óskiptan að síldinni. Veturinn 1938—1939 dvaldist Sigurleifur í Noregi til þess að kynna sér rannsóknaraðferðir Norðmanna á laxi (Próf. Knut Dahl, Osló) og síld (Fiskerikon. Oscar Sund, Bergen). Eftir styrjöldina var reynt að koma á sem nánastri samvinnu við Norðmenn um síldar- rannsóknir og dvaldist þess vegna Sigurleifur aftur í Noregi tvívegis, vorið 1948 og 1949, en vinur hans og sanrstarfsmaður, Thorolf Ras- mussen, á Siglufirði bæði sumurin sömu ár. — í þrettán sumur fékkst Sigurleifur við síldarrannsóknir á Siglufirði, fyrst með mér, en síðari árin stjórnaði hann rannsóknunum þar. Hann sat alþjóða-síldarráð- stefnu, sem haldin var í Aberdeen 1946 og s.l. vetur óskuðu Norð- menn þess, að ltann fengi að taka að sér rannsóknarstörf á vertíðinni þar, í veikindaforföllum Rasmussens. íslenzkar náttúrurannsóknir mega enn teljast ungar að árum og skammt er um liðið, síðan mönnum fór að gefast kostur á að gefa sig óskipta að þeim. Ýmislegt er það, sem háir starfinu, svo sem einangrun, skortur heimildarrita, takmarkaðar birgðir efna og áhalda og margt annað, en síðast en ekki sízt vantar tilfinnanlega sérhæft aðstoðarfólk. Sigurleifur Vagnsson hafði sérhæft sig með ágætum til þess starfs, sem honum var ætlað að vinna. Sérgrein lians var rannsókn á síldar- hreistrinu: aldursgreining á síld, mæling á vexti hennar eftir hreistr- inu og greining síldarinnar í stofna eftir gerð hreistursins. Auk þess hal'ði hann um hönd allar aðrar rannsóknir á síldinni; hann mældi, vóg, krufði, taldi hryggjarliði, ákvarðaði kynferði, kynþroska og mör, færði spjaldskrá og bækur yfir rannsóknirnar og gerði .yfirlit uin heildarárangurinn. Þannig lagði hann til hinn bezta efnivið í ritgjörðir um síldarstofnana. Á starfi harts byggðist útsýn yfir við- gang þeirra frá ári til árs, samspil þeirra í aflanum o. fl. o. I'l. Með Sigurleifi er fallinn i vallinn góður drengur og frábær starfsmaður. Það verður erfitt að fylla í skarðið og það tekur tíma.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.