Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 36
Ingimar Óskarsson: Ný trjátegund fundin í Kína Flestir Iiafa heyrt getið unr amerísku risafururnar, sem geta orðið yfir 100 m háar. Nú á tímum eru það einkurn 2 tegundir, sem mest koma við trjásögu jarðar, en þær eru Sequoia.gigantea og S. semper- virens. Risafuruættkvíslin, eða Sequoia, er mjög gömul jarðsögulega séð. Á mókolatímanunr myndaði hún víðáttumikla skóga í Evrópu (þar á meðal á íslandi), og í jarðlögum frá þeinr tínra finnast margvíslegir steingervingar af henni. Er jafnvel hægt að rekja þróunarferil henn- ar til skyldra ættkvísla unr 100 milljónir ára aftur í tínrann. Ein þessara ættkvísla er Metasequoia. Metasequoia-ættkvíslin telst til rjsafuruættarinnar (Taxodiaceae). Ættkvísl þessari lýsti fyrstur manna japanskur grasafræðingur, S. Miki, árið 1941. Var sú lýsing eingöngu byggð á steingerðum trjám — 10 tegundum — er fundust í ævafornum jarðlögunr, og sem franr að þeinr tínra höfðu verið talin til ættkvíslarinnar Sequoia. Fyrir 5 árum konr engum grasafræðingi annað til hugar en að Metasequoia- ættkvíslin lrefði liðið undir lok fyrir tugunr nrilljóna ára. Blómatínri Metasequoia var miðöldin eða nrezozoiska tímabilið svonefnda. Ættkvísl þessi var þá útbreidd víða á norðurhveli jarðar. T. d. hefur M. lreerii lundizt í N-Anreríku, M. chinensis í Mánsjúríu og M. japonica og M. disticha í Japan. Það varð því uppi l'ótur og fit, er það barst út, að ljóslifandi Meta- sequoia-tré hefðu fundizt. Árið 1945 rakst. kínverskur skógarvörður, að nafni Wang-chan, á þrjú 35 m há ókennileg tré hjá Wan-shien í kínverska fylkinu Sze-chuan, við landamæri Flu-peh lylkisins. Sýnishorn voru þegar send til kínverskra vísindastolnana, og voru Jreir dr. Hu í Peiping og prófessor Wan-Chun Cheng í Nanking sendir á staðinn til að athuga þennan nýja fund; en báðir þessir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.