Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 43
G U F) N I GUÐJÓNSSON 105 undar eru hér í Danmörku tvö mjög svipuð tilbrigði, og nú safnaði Guðni Aphanes um allt landið. Með ritgerð sinni 1941 „Om Aphanes arvensis L. og A. microcarpa (-Boiss. et Reut.) Rotm. og deres Ud- bredelse i Danmark" hefur Guðni lagt veigamikinn skerf til gróður- staðfræði Danmerkur, og þar hefur hann sýnt nteð korti af útbreiðsln þessara tegunda, að A. microcarpa fylgir hinum næringarsnauðari, en A. arvensis hinum næringarríkari svæðum. Ennfremur er í ritinu talsverður nýr fróðleikur um frumufræði beggja þessara tegunda og um líffræði þeirra með tilliti-til ytri aðstæðna. Eitt sumar tók Guðni þátt í eikarkjarrsrannsóknum þeirra Grams, ]0rgensens og Kpies, en síðasta hluta námstímans og næstu ár eftir varð frumufræðin starfssvið hans. Sá, sem þetta ritar, klófesti Guðna hreint og beint til lianda frumufræði fíflaættkvíslarinnar. Hann var maður til að ráða fram úr erfiðu viðfangsefni. Hann réðst í þá rann- sókn með lífi og sál, og varð þó fyrirfram að teljast hæpið, hvort nokkur árangur mundi af hljótast. Tekizt hafði að sýna fram á, að l'íflar þeir, sem mynda kím án undanfarinnar frjóvgunar, greinast sundur í nokkur hliðstæð af- ltrigði. Áreiðanleiki þessarar athugunar hlaut — a. m. k. frá sjónar- sviði erfðafræðinnar — að velta á því, hvort hún ætti sér stoð í frumu- fræðinni. Með því að vinna ósleitilega að þessu örðuga viðfangsefni um nokkurra ára bil tókst Guðna að l'inna og benda á einkenni litninganna í liverri þessara afbrigðilegu gerða, en þær voru átta að tölu. Um fyrsta áfanga þessara rannsókna birtum við Guðni í félagi árið 1948 ritgerðina „Spontaneous Ghromosome Aberrants in Apo- mictic Taraxaca“. Sú grein frumufræðinnar, er fjallar um þróun kíms án frjóvgunar, var orðin helzta áhugamál Guðna. Um nokk- urra ára skeið hafði hann gert yfirgripsmiklar rannsóknir á kyn- blöndun milli þeirra plantna, er þannig æxlast, og hinna, sem æxlast venjulegri kynæxlun, til þess að leiða í Ijós eðli fyrirbærisins apó- mixis. í maí 1948 hafði hann að mestu lokið hinni frumufræðilegu rannsókn á því efni, er hann halði viðað að sér í þessu skyni. En þá var hann skipaður forstöðumaður grasafræðideildarinnar í Náttúru- gripsafninu í Reykjavík. Varð hann þá að hætta um sinn undirbún- ingi að miklu riti um fífla — en hann byrjaði raunar aldrei aftur. Um eitt skeið fékkst Guðni við að greina sundur tilbrigði blóð- bergsins (samtegundarinnar Thyrnus serpyllurn) með ræktunartil- raunum og frumuathugunum. Einn harðindaveturinn drápust til- raunaplönturnar, og allur hinn sýnilegi árangur varð nokkrar litn-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.