Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 44
NÁTTÚRUFRÆBINGURINN 106 ingatölur. En þá kom út annað ritverk um frumufræði varablóma. Það birtu þeir í félagi Guðni og E. Floto 1947 og nefndu „Studier over Nepeta Mussinii hort.“. Þar var þáttur Guðna sá, að sanna með frumufræðilegum rökum kynblendingseðli N. pseudomussinii. Sumarið 1947 tók Guðni þátt í grasafræðileiðangri til Vestur- Grænlands. Þaðan Jiafði hann meðferðis stórt grasasafn handa Nátt- úrugripasafninu í Reykjavík, enda var honum-þá ljóst, að fyrir þá stofnun mundi hann eiga eftir að starfa, og Guðni hafði jaf'nan mikinn áhuga á framtíðarhlutverki sínu fyrir ættjörðina. Hann gerði áætlanir um tilhögun fyrirhugaðs grasasafns í Reykjavík og heim- sótti ýmis söfn í Noregi og Svíþjóð til að leita hinna beztu ráða. Þann stutta tíma, er honum lilotnaðist að vera forstöðumaður safns, varð hann að vinna í miklum þrengslum. En nýtt húsnæði var útvegað. Hann var sjálfur önnum kafinn við flutningana, þegar dauðann bar óvænt að. Þrátt fyrir grasafræðistörfin gaf Guðni sér tínra til að vinna að félagsmálum, sem hann hafði mikinn áhuga á. Hann tók ötullega þátt í samkvæmislíli í Kaupmannahöfn og var lengi gjaldkeri og síðar formaður í íslenzka stúdentafélaginu þar. Skömmu eftir prófið fluttist hann á Borchs Kollegium og var þar brátt kjörinn inspector collegii og gegndi því starfi síðan, meðan liann bjó þar. Yfirumsjónarmaður (efor) þessa kandídataheimilis, prófessor J. Nprregaard, mat mikils háttvísi Guðna og stjórnarhæfi- leika, ekki sízt á hernámsárunum, er aðvífandi vandamál veittu rektor ærið að starfa. Guðni samdi sig óvenjulega vel að dönsku umhverfi, og var hon- um samt alltaf ljóst, að hann mundi fyrr eða síðar hverfa aftur heim til íslands. Mörgum Islendingi er ósýnt um hina dönsku tegund gamansemi, en Guðna var hún lullkomlega lagin. Yfir honum var einhver lieillandi þokki, sem — að öllum kostum hans ólöstuðum — kom öðru fremur við hjörtu okkar. Unr þær mundir, er sambandsslit íslands við Danmörk voru í þann veginn að vekja ýfingar með báðum aðiljum, leitaðist Guðni ætíð við að bera klæði á vopnin. Hann livatti til samvinnu beggja þjóðanna í sem flestum greinum. — Fráfall hans, sem bar alltof fljótt að, var mjög átakanlegur hnekkir samvinnunni með dönskum og íslenzkum grasafræðingum, og við sem vorum honum nákomnir, misstum fágætan vin, sem okkur verður engum bótum bættur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.