Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 21
HITAFARSBREYTIN GAR Á ÍSLANDI 83 tali er úrkoman 3.5% undir meðallagi til 1920, en 7.8% yfir eftir þann tíma. Eftirmáli Tölur þær og línurit, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, virð- ast staðfesta þann almannaróm, að veðrátta hafi verið óvenjulega mild hér á landi síðustu 20—30 árin. Mætti mörg sýnileg dæmi nefna þessu til stuðnings fram yfir þau, sem getið var í upphafi. Jöklar hafa stórum minnkað á öllu norðurliveli jarðar — og sennilega einn- ig við Suðurskautið, en úr því munu leiðangrar þeir skeia, sem nú eru þar syðra. Prófessor Ahlmann í Stokkhólmi mun hafa orðið til þess fyrstur manna að benda á hina stórfelldu og samstiga jöklaeyð- ingu við norðanvert Atlantshaf, og kom Jrá einnig brátt í ljós, að veðrátta hafði verið óvenjulega hlý um nokkurt árabil, einkum vetr- armisserið. Mest hefur hlýnað í nyrztu löndum jarðar, umhverfis Norðurskautshafið, en breytinga gætir að minnsta kosti suður í Mið- Evrópu og á tilsvarandi breiddarstigum í öðrum heimsálfum, að jiví er vitað verður. — Frá Oslo eru til mælingar frá 1836 og sýna þær, að vetrarhiti hefur aukizt um 1.9 st., vorhiti 1.0 st., haustið 0.7 st., en sumar ekki teljandi. Eru Jiessar tölur Jrví nær hinar sömu og í Rvk. og Sth. Á Svalbarða hefur vetrarhiti aukizt gríðarlega, allt að 7 st. í febrúarmánuði, og hafís er þar miklu minni en áður. Á árunum 1909—1912 var að meðaltali hægt að sigla þangað eftir kolum í 95 daga á ári, en 1930—1938 yar meðalsiglingatími til sömu hafna 203 dagar á ári. Rússar telja, að hafísbreiðan norður af Rússlandi og Síberíu hafi dregizt saman um eina milljón km- frá 1924—1944. Suðurtakmörk freðjarðar í Síberíu hafa og færzt mjög norður á bóg- inn. — Hér við land hefur hafís lítið gert vart \ ið sig flest ár eftir 1920. Sýnir 8. mynd í fljótu bragði hafís hér við land síðan um alda- möt. Árin 1901 — 15 eru gerð eftir ís-annál Þ. Thoroddsen (Árferði á Islandi), en framhaldið hef ég tekið saman eftir Nautisk-Meteoro- logisk Aarbog og heimildum frá Veðurstofunni. Hverjar eru orsakir þessara hlýinda, sem hófust fyrir 25—30 árum í öllum norðlægum löndum og er nú tekin að móta gróður og dýra- líf á þeim slóðum? Þessari spurningu verður ekki svarað með neinni vissu enn Jiá. Það er ekki hægt að fullyrða, að þau stafi af auknu geislamagni frá sólinni, Jiví að samkvæmt hinum fullkomnustu geislamælingum, sem völ er á, hefur ekki orðið vart óvenjulegra breytinga eða aukningar á geislamagni sólar síðustu 30 árin, — Hins

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.