Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 31
TVÆR NÝFUNDNAR FISKTF.GUNDIR 93 í bréfi sínu til mín hefur dr. Kotthaus það eftir fiskimönnum, að búrfiskur hafi öðru hverju veiðzt við ísland síðastliðin 20 ár. Hvort sem þetta er rétt eða ekki, en um það verður ekki dæmt hér, þá er l'ull ástæða til þess að beina því til okkar athugulu fiskimanna að vera vel á verði og halda til haga öllum sjaldséðum fiskum og öðrum sérkennilegum dýrum, sem þeir fá í vörpuna. Fiskifræðingar eiga þess alltof sjaldan kost að fara út með fiskiskipum, og el' þeir fara á l'lot lerð og ferð, er undir hælinn lagt, livort þeir sjá það, sem sjaldgæft er og helzt í frásögur færandi. Fiskimennirnir lifa hins veg- ar og hrærast í nánu sambandi við fiskistofnana og kynnast því mörgu, sem fram hjá fiskifræðingunum fer. Með gaumgæfni og ár- vekni geta þeir unnið vísindunum ómetanlegt gagn. Þess skal getið að verðleikum, að á jiessu hafa margir fiskimenn vorir sýnt fullan skilning og nægir liér að vísa til jiess er Hergeir Eliasson, skipstjóri á Agli Rauða, kom með sædjöfulinn í fyrra og Sigurður Þorleifsson, 1. stýrimaður á Skúla Magnússyni, með rauðserkinn núna. 3. Eftir að þetta er ritað hefur mér borizt frétt um það, að þýzkur togari „Seefahrt" frá Bremerhafen, sem kom til Vestmannaeyja rétt fyrir páskana, liafi í næstu ferð sinni á undan veitt fáséðan fisk hér við land. Fiskurinn var hirtur og á að fara á safn í Þýzkalandi. Ekki er vitað um hvaða tegund hér er að ræða, en úr jiví mun fást skorið áður en langt um líður. 4. Svo virðist óneitanlega, sem Jiað sé að verða algengara að sjald- gæfir fiskar úr Atlantshafsdjúpinu fáist á vanalegum fiskileitum. Eigi skal hér leitt neinum getum að jiví, hverju jiað kann að sæta, ef rétt er að svo sé. Á Jiví væru hugsanlegar þrjár skýringar. a) Árferði getur verið að því, hve úthafssjórinn lætur mikið til sín taka á fiskimiðunum, og kann Jiað að vera í meira lagi eins og nú standa sakir, þótt ekkert verði um jiað fullyrt hér. Hér er að ræða um fulltrúa úr djúpunum, sendiherra úr lífheimi, er vér jiekkjum enn sem komið er nauðalítið. Við vitum ekki einu sinni hverjir mögu- leikar kunna að vera til fiskveiða í djtipi úthafsins, þar sem aldrei hefur verið „rennt færi í sjó“. b) Einnig kann skýringin að vera sú, að þau nýtízku skip, sem nú eru lögð í sóknina, sæki að jafnaði eitthvað dýpra en áður var. Auk- ast þá líkurnar fyrir jiví, að djúphafsfiskar slæðist í vörpuna. c) Þriðja skýringin kynni að vera sú, að nú er veiði hér við land sótt af meira kappi en oftast áður. Skipin stækka, veiðarfærin verða stórvirkari og togtímunum fjölgar. Það er gengið nær og nær ýmsum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.