Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 24
Árni Friðriksson: Tvær fisktegundir nýfundnar hér við land Sem betur lcr vex þekking vor á heimi fiskanna, sem lifa við strendur íslands, jafnt og þétt. Þegar Bjarni Sæmundsson skrifaði fyrsta yfirlitsrit sitt um íslen/.ka fiska árið 1909, voru aðeins þekktar 106 tegundir.1 Síðan liafa nýjar tegundir sífellt verið að bætast í hópinn og þegar „Fiskarnir" koma út 1926,2 er talan orðin 130, en síðan hafa, fram til ársins 1950, 15 nýjar tegundir bætzt við, þannig að í „Zoology of Iceland“ eru talclir 145 fiskar liér við land.3 Nú hefur enn tvær nýjar tegundir borið að garði, eins og skýrt skal verða frá hér á eftir. Teljast þær báðar til ættar, sem eigi hefur fyrr átt neinn fulltrúa hér við land, Farserkjaœttarinnar (Berycidae).4 Hér er að ræða um beinfiska (Teleostei) og telst ættin til þess undir-ætt- bálks beinfiskanna, sent nefnist broddgeislungar (Acanthopterygii). Ættin er fyrir margra hluta sakir harla merk, ckki sízt það, live frumstæð hún er, enda talið, að allir aðrir broddgeislungar, sem og ýmsir aðrir beinfiskar, eigi ættir tii hennar að rekja. Æltin lifði blómaskeið sitt á Krítartímanum á íniðöld jarðar. Hún er nú fá- skrúðug, í samanburði við það, sem áður var, og teljast nú ekki til hennar nema kringum 70 tegundir, er skiptast í um 13 ættkvíslir.5 Fiskar þessir lifa flestir á djúpu vatni í nær því öllum úthöfum heimsins, aðeins ein þeirra, ránkarpinn (Aphredoderus sayanus) á heima í l'ersku vatni (N.-Am.). Flestir þessir fiskar eru smáir eða miðlungi stórir, þeir stærstu varla yfir 70 cm. 1) B. Sæm.: Oversigt over Islands Fiske etc., Kbh. 1909. 2) B. Sæm.: íslenzk dýr I. Fiskarnir, Rvk. 1926. 3) B. Sæm.: Marine Pisces, The Zool. o£ Icel. Vol. IV, Part 72. Kbh. 1919. d) íslenzku heitin hef ég gert. — Á. F. 5) T. W. Bridge and G. A. Boulenger: Fishes, The Cambridge Natural History, London 1904.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.