Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1950, Blaðsíða 13
HITAFARSBREYTINGAR Á ÍSLANDI 4. l.egg saman vik frá méðallagi í hverjum mánuði og yi'ir öll árin, sem fyrir hendi eru. Frá 1901 er lagt saman niður eftir til síðasta árs. Við 1930 á summa þessi vitanlega að vera núll, en út af því getur þó brugðið ofurlítið, af því að meðallagshiti og vik er reiknað með einum desimal. En betur ler á því að jafna þennan mismun með því að bæta ± 0.1 við sumnnina með hæfilegu millibili. Ef meðallagshiti væri liinn sami fyrir 1900 og hann reynist 1901— 1930, ætti summa frávikanna einnig að verða núll frá fyrsta athug- unarári og fram til 1900. Þetta er þó alls ósennilegt, Jrar sem um misjafnlega mörg ár er að ræða. En til Jress að fá enn sem fyrr saman- burð við meðallagshita 1901 — 1930 má selja summuna núll við ár 1900 og leggja síðan vikin saman aftur á bak með öfugum formerkj- um. Einnig má reikna sunnnu lrá byrjunarári til 1900, setja hana framan við byrjunarárið og leggja síðan saman á venjulegan hátt til 1900. Ef summan er jákvæð við byrjunarár, hefur hiti farið minnk- andi til aldamóta, sé hún neikvæð, hefur farið ldýnandi til alda- mótanna. Buys Ballot kallaði summur þessar overmaat. Við geturn kallað Jrær yfirmálstölur. 5. Kosturinn við yfirmálstölurnar er sá, að af þeim má á auðveldan hátt reikna keðjubundin meðalvik l’yrir hvaða árabil, sem óskað er. En keðjubundin meðaltöl verða bezt skýrð með Jrví, að meðallags- hiti fyrir ákveðið árabil er færður fram um eitt ár í einu. Ef árabilið er 10 ár, reiknast t. d. frá 1901-1910, næst 1902-1911, þá 1903-1912 o. s. frv. Með þessu móti liverfa að mestu áhrif einstakra ára, en stöð- ug breyting kemur í ljós, ef hún er fyrir hendi. Alþjóðaráðstefna veðurfræðinga samþykkti árið 1935, að veður- farssveiflur skyldu nriðaðar við 30 ára meðaltöl. Hér að framan var borinn saman meðallagshiti á 30 ára skeiðum, sem ekki grípa hvert yfir annað. Hér fara á eftir línurit er sýna keðjubundinn 30-ára með- allagshita loftsins á 5 elztu athugunarstöðunum og hvernig hann hef- ur sveiflazt. Sveiflur meðallagshita ársins Línuritið sýnir sveiflur, sem orðið hafa í árshita Stykkishólms (1846—1948), Reykjavíkur (1871 — 1948), Vestmannaeyja (1878— 1943), Teigarhorns (1874—1943) og Grímseyjar (1874—1943), þegar reiknað er eftir keðjubundnum 30-ára tímabilum. Neðst er sjávar- hiti í Papey .reiknaður á sama lrátt (1874—1943). Þverstrikin, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.