Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 18
80
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Á milli Jiessara árabila hefur meðalhiti liækkað:
í desember....... 1.90 st.C. í febrúar......... 1.40 st.C.
- janúar......... 1.05 — - marz............ 1.85 —
Apríl og maí-mánuðir fara ekki að hlýna fyrr en 1897/1926 og hafa
hækkað um 1 st.C. Það er eftirtektarvert, að apríl-mánuður virðist
hafa verið mjög hlýr á fyrstu áratugunum, eftir að athuganir hófust.
Hef ég ekki getað fundið neina skýringu á þessu, því að geislun á
hitamæli hefði ekki átt að koma meira fram í þeim mánuði en öðr-
um vormánuðum. Ef hér er ekki, þrátt fyrir allt, mælingarskekkju til
að dreifa, getur það aðeins þýtt sneggri vorkomu en síðar varð — eða
fram um 1896/1925. Sumir langminnugir menn hér um slóðir
munu hallast að þeirri skýringu. Júnímánuður virðist ekki hafa
Idýnað teljandi, júlí, ágúst og sept. hafa verið í kaldara lagi um
1896/1925, en hlýnað síðan um hálft stig. Október er áberandi kald-
ur í upphafi tímabilsins, og gæti það bent til þess að sumurin hefðu
endað snögglega — eins og þau byrjuðu í apríl. Síðan hækkar októ-
ber-hitinn ójafnt urn 0.8 st. alls til 1919/1948. Nóvember er lítið eitt
undir meðallagi þangað til 1903/1932, en hækkar síðan um 0.95 st.
yfir meðallag til loka tímabilsins.
Árstiðir í Reykjavík og Stykkishólmi
Línuritið á 6. mynd sýnir sveiflur á meðalhita árstíðanna í Rvk.
og Sth., og eru Jrau einnig reiknuð eftir keðjubundnum 30-ára tíma-
bilum. Hér ber þess að geta, að árinu er skipt í fjór&r jafnlangar árs-
tíðir, vetnr: des.—febr.; vor: marz—maí; sumar: júní—ágúst og haust:
sept.—nóv. Þetta er óeðlilegt eftir íslenzku veðurfari og staðháttum,
en hefur veri gert til samræmis og til samanburðar öðrum löndum.
Frá f'ornu fari telja Islendingar vor byrja um 20. apríl (sumarmál),
sumar um 20. júní (sólstöður), haust 20. september (réttir) og vetur
í lok októbermánaðar (veturnætur). Þessar árstíðir eru bundnar við
gróður og dýralíf. Farfuglar koma flestir um sumarmál og fara um
réttir. Gróður byrjar oftast um sumarmál, og sláttur hættir undir
réttir. Þá hefjast hauststörf, en lýkur um veturnætur, er fé er tekið á
hús. Eðlilegri er skipting sú, er Veðurstofan befur notað, að telja
vetur des.—marz, vor apríl—maí, sumar júní—sept. og haust okt,—
nóv.
Fins og vænta mátti hefur vetur Idýnað langmest. Á báðum stöð-
um bækkar vetrarhiti um b. u. b. 1.4 st.C. lrá 1892/1921 til 1919/
48. Vorhiti í Sth. hefur verið mjög lágur um 1856/1885, og kemur