Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 9
HITAFARSBRE YTINGAR Á ÍSLANDl
71
(hæð = 100 m), en síðan á Hæli, 130 m yl'ir sjó. Fjarlægð frá suður-
ströndinni um 50 km.
7. Fagurliólsmýri, sunnan undir Öræfajökli, skammt frá strönd-
inni. Hæð yfir sjávarmál um 40 m.
8. Papey, fyrir mynni Berufjarðar, rúma 10 km frá Teigarhorni.
Lofthiti hefur verið mældur þar síðan 1880 (hæð = 28 m) og sjávar-
hiti síðan 1874.
9. Akureyri. Athuganir hafa verið gerðar á ýmsum stöðum í bæn-
um, en hæð hitamæla oftast um 5 m yfir sjávarmál.
10. Bolungavík. Hæð um 5 m yfir sjó. Frá 1901—1909 og 1919—
1934 voru athuganir gerðar á Isafirði. Athuganir féllu niður frá
1909—1919 og hafa mánaðameðaltöl á því tímabili verið reiknuð
með samanburði við Akureyri.
Meðallagshiti
Frá fornu lari hafa menn sagt, að tíðarfar væri kalt, hlýtt eða i
rneðallagi um líðandi árstíð, mánuð eða ár, enda þótt þeir hefðu
enga hitamæla við að styðjast. Reynslan er mælikvarði þeirra á venju-
legt og óvenjulegt tíðarfar. Ef mælingar eru fyrir hendi yfir nokkurt
árabil, má reikna meðallag hita, úrkomu, raka, skyggnis, vindhraða
o. s. frv. fyrir hvern mánuð, árstíð eða ár — og dæma tíðarfarið eftir
því, eins og það gerist og gengur: hagstœtt, í meðallagi eða óhagstœtt.
— Tökurn til dæmis lofthita á einhverjum stað: Af daglegum hita-
mælingum er meðalhiti hvers sólarhrings reiknaður. Af meðalhita
allra sólarhringa í mánuðinum er reiknaður meðalhiti mánaðarins.
Ef tekið er meðaltal af meðalhita hvers mánaðar um langt árabil,
20—30 ár, má ætla að fenginn sé sæmilegur mælikvarði á væntanlegt
hitastig mánaðanna þar í sveit. Þetta meðaltal meðaltalna mætti
nel'na meðallagshita, ef menn vilja ekki taka upp erlenda orðið
normalhiti. — Meðallagshiti ársins er meðaltal af meðallagshita allra
mánaða ársins.
Það hefur lengi þótt góður siður að reikna meðallagshita fyrir 50 ára
skeið og talið, að óvenjulega köld og hlý ár liefðu jal'nað sig upp á
því tímabili, og er það nærri sanni, ef vcðurfarið er ekki að breytast
i dkveðria átt, annaðhvort kólnandi eða hlýnandi. Þegar veðurfræð-
ingar fóru að gefa gaum hinum sífjölgandi hlýju árum eftir 1920, sáu
þeir, að svo búið mátti ekki standa. Ef samanburður átti að verða
mögulegur á hitafarsbreytingum landa á milli, varð að leggja til
grundvallar meðallagshita fyrir sarna árabil alls staðar. — Því var það