Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 47

Náttúrufræðingurinn - 1950, Qupperneq 47
R I T S T J Ó R A R A 1515 100 Hins vegar hefur aðal sérfræðingur okkar um íslenzkt fuglalíf, dr. Finnur Guðmundsson, lagt til, að rjúpan verði ekki alfriðuð, a. m. k. ekki næstu árin, þar eð hann telur líklegt, að aðrar orsakir geti ráðið meiru um fækkun rjúpunnar en veiðarnar. Víðtækar og nákvæmar rannsóknir í öðrum löndum liafa leitt í ljós, að fjölgun og fækkun rjúpunnar gengur í nokkuð reglulegum sveiflum og er ástæða til að ætla, samkvæmt j)essum rannsóknum og athugunum á sveiflum ís- ienzka rjúpnastofnsins síðnstu áratugina, að rjúpnastofninn muni aukast hér næstu árin án aukinna friðunarráðstafana. Vill dr. Finn- ur fá úr þessu skorið og hefur Menntamálaráðuneytið fallizt á rök hans. Það er í sjálfu sér mjög gleðilegt, að margir skuli sýna áhuga fyrir þessu rjúpnafriðunarmáli. Án almenns áhuga fyrir náttúruvernd verður náttúruverndarlöggjöfin að litlu gagni. Þó verð ég að segja, að sumt í þessum blaðaskrifum um rjúpuna helur vakið nokkra furðu mína. Svo virðist, sem ýmsir hafi fengið' þá flugu í höfuðið, að Finnur Cíuðmundsson vilji rjúpuna okkar feiga einhverra ástæðna vegna. Þetta er auðvitað helber misskilningur. Finni er áreiðanlega ekki síður en öðrum náttúruunnendum annt um, að rjúpunni verði ekki eytt. Hann hefur m. a. reynt að kveða niður þá trú, sem verið hefur og er enn nokkuð algeng, að rjúpan okkar flytjist stundum til Grænlands og |)ví sé ekkert unnið við að vernda liana gegn drápi hér. Fyrir Finni vakir auðvitað ekkert annað en það, að koma frið- unarlöggjöf okkar á skynsamlegan, vísindalegan grundvöll. „Nature, to be commanded, must be obeyed“, sagði Francis Bacon á Ifi. öld, og þau oi'ð eru 'enn í fullu gildi. Vel má vera, að rjúpnadráp af mannavöldum sé afdrifaríkast um fækkun íslenzka rjúpnastofnsins. en það er samt mjög æskilegt að fá örugga vitneskju um það, hversu mikinn þátt náttúrlegar sveiflur eiga í fjölgun og fækkun rjúpunn- ar. Finnur Guðmundsson telur — og hefur gildar ástæður fyrir þeirri skoðun — að rjúpunni muni fjölga á næstu árum án aukinna friðun- arráðstafana, en verði rjúpan alfriðuð nú þegar, verður ekki úr því skorið, hvort náttúrlegar sveiflur eiga þátt í fjölguninni, nema lrið- unartímabilið verði það langt, að það nái yfir næstu sveiflulægð, en til þess er 5 ára friðun of stutt, þar eð sveiflutíminn virðist vera 10—12 ár. Og spá mín er sú, að fjölgi rjúpunni verulega næstu 5 árin verði erfitt að l’á lriðunartímabilið framlengt j)au ár í viðbót, sem þyrfti til að ganga úr skugga um réttmæti skoðana fuglafræðinganna. Þegar rjúpunni fer að fjölga hætta nefnilega flestir að hugsa um

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.