Náttúrufræðingurinn - 1950, Side 42
Thorvald S0rensen:
Guðni Guðjónsson, mag. scient.
18. júlí 1913 — 31. desember 1948
Þó að áður hafi birzt ágæt eftirmæli eftir Guðna Guðjónsson, grasafræðing, bæði í
þessu riti (sbr. 1. h. 19. árg.) og öðrum íslenzkum, tel ég vel farið, að eftirfarandi grein
uin sama efni komi einnig fyrir sjónir íslenzkum lesendum. Hún birtist í Botanisk
Tidsskrift, 48. bindi, 3. hefti, scm út er gefið af Dansk Botanisk Forening. Höfundur
hennar, dr. phil. Thorvald Sprcnsen, var náinn samstarfsmaður Guðna heitins, og
mun vera allra manna færastur að dæma um vísindastörf hans.
Þess vegna réðst ég í að snúa greininni á íslenzku, en veittist það fullstrembið, því
að hún er morandi af hugtökum, sem íslenzk tunga á ekki orð yfir, fremur en önnur
mál. Að þessu sinni bcygi ég mig fyrir hinu rótgróna almenningsáliti og sneiði hjá al-
þjóðlcgum fræðiorðum. En fyrir bragðið er þýðingin ekki nákvæm.
Guðm. Kj.
Guðni átti heima í Reykjavík, en á sumrin var hann frá blautu
barnsbeini smali í sveit. Við einveru á iieiðum úti kviknaði sú oiur-
ást hans, er aldrei fölskvaðist síðan, til íslenzkrar náttúru, til mikil-
leika liennar, til grjóts og gróðurs. Og á æskuárunum, er Jiann var
nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, stundaði hann einnig
gjarna í sumarleyfununr ýmiss konar vinnu í sveit eða brá sér í
fræðsluferðir með rektor sínum, hinum áfjáða náttúruskoðara Páhna
Hannessyni. En þeim var ekki aðeins sameiginlegur áhugi á nátt-
úrunni, heldur einnig tilhneiging til starfa að félagsmálum og
stjórnmálum. — Árið 1933 fór Guðni, nýbakaður stúdent, lil Kaujr-
mannahafnar til að nema grasafræði, og voru það lians ráð, én ckki
vandamanna. Auðséð var, að í fyrstu samlagaðist liann ekki vel
dönskum námsfélögum sínum. Honum fannst hann vera fullorðinn
maður í hópi skóladrengja, og það mun þeim ekki heldur hafa líkað.
Á háskólaárunum, sem enduðu á magistersprófi 1943, komst hann
í náin kynni við landslag Danmerkur, eins og sögueyjarinnar áður.
Með tjald og grasatínu lijólaði hann um landið þvert og endilangt.
— Rannsóknir, sem hann hafði byrjað á íslenzkum maríustökkum,
leiddu hann til athugana á hinni einæru Alchemilla (Aphanes) ar-
vensis. Hylander hafði þá nýlega sýnt franr á, að innan þeirrar teg-