Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 4
50
N ÁTT Ú R UF RÆ ÐINGURINN
Meðan safnið var eign Hins íslenzka náttúrufræðifélags var reynt
að sinna verkefnum þeim, sem talin eru undir fyrstu þremur liðun-
um, eftir því sem ástæður leyfðu, og söfnun íslenzkra náttúrugripa
verður að sjálfsögðu ávallt eitt af meginverkefnum safnsins. Um hitt
verður varla deilt að það var sjálfsagt og eðlilegt að verksvið safnsins
yrði stækkað, eins og gert er með ákvæðinu í fjórða lið. Með þessu
ákvæði er safninu ætluð forysta skipulagningar og framkvæmdar al-
mennra rannsókna á náttúru íslands. Með skipun tveggja gagn-
menntuðustu náttúrufræðinga okkar í stöður deildarstjóra er sú skip-
an gerð, sem allir náttúrufræðingar og áhugamenn um náttúrufræði
rnega vel við una.
Lögin um Náttúrugripasafnið eru þó ekki með öllu gallalaus. Mér
hefði virzt eðlilegt að nánar hefði verið tiltekið um verkaskiptingu
Rannsóknarráðs ríkisins og Náttúrugripasafnsins, en Rannsóknarráð
ríkisins liafði skipulagningu almennra rannsókna á náttúru íslands
með höndum, meðan ekki var til nein stofnun, sem ætlað var þetta
hlutverk sérstaklega. Þar sem hin nýju lög velta mikilli byrði af
Rannsóknarráði ríkisins, má ætla, að ráðið sjálft geri tillögur um
skiptingu verkefna.
Þá hefur óskiljanleg meinloka villzt inn í lögin. í fimmtu grein
segir:
„Heimilt er ráðherra, að fenginni fjárveitingu, að ráða fleira starfslið að safninu um
eitt ár í senn, ef scrstök ástæða virðist til.“
Það er mér hulin ráðgáta, hvers vegna ekki má ráða starfslið nerna
um eitt ár í senn, enda hef ég það fyrir satt, að þetta ákvæði er ekki
samkvæmt tillögum deildarstjóranna. Það þýðir ekkert að loka aug-
unum fyrir þeirri staðreynd, að safnið þarf á auknu starfsliði að
halda, þegar því vex fiskur um hrygg. Hitt er jafn augljóst, að mikið
er undir því komið, að þetta starfslið skoði það sem ævistarf sitt að
vinna safninu gagn og fullnuma sig í því starfi, sem því er ætlað að
inna af hendi. Ákvæðinu virðist stefnt gegn slíkri þróun. Einnig er
tekið fram fyrir hendur á ráðherra, sem vel mátti treysta til að meta
málavöxtu, áður en ráðning færi fram. Þessi misskilningur verður
vonandi leiðréttur við fyrsta tækifæri.
Lögin eru í heild sinni birt á öðrum stað í þessu hefti.
H. E.