Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 7
ÞÆTTIR ÚR SÖGU NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS 53 Stcfán skólaméistari Stefánsson. Benedikt Gröndal. Bjarni Sæmundsson hreyfði því, sem áður er getið [þ. e. húsnæðis- málinu], sagði að safnið gæti alls ekki verið þarna hættulaust, það skriði þar að auki morgrátt af maurum og pöddtim, væri rakasamt o. s. frv. Formaðurinn [þ. e. Gröndal] kannaðist við þessa galla, en hvað maurana snerti, þá væri það töluvert ýkt, það væri liægt að finna að öllu og álíta allt óhafandi ef það væri ekki eins fullkomið og í útlöndum.“ Er auðséð, að Gröndal hefur fundizt Bjarni helzt til róttækur og nýjungagjarn, en ég hugsa, að flestum okkar, sem kynnt- umst Bjarna fyrst á efri árum hans, hafi ekki fundizt þessir eigin- leikar sérstaklega áberandi í fari hans. En hvað sem því líður, þá urðu þessar aðfinnslur Bjarna á hús- næði og ástandi safnsins til þess, að leigt var nýtt húsnæði handa safninu í „Glasgow“. Var það stór salur og rninna lierbergi við hlið- ina, og flutti safnið í þessi húsakynni í ágúst 1895. Þar var safnið svo til vors 1899, er það var flutt í Stýrimannaskólann gamla (Dokt- orshúsið). Það var ekki fyrr en eftir að safnið var flutt í Glasgow, að hægt var að hafa það til sýnis fyrir almenning. Var sýningartíminn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.