Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 9
ÞÆTTIR IJR SÖGU NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS
55
nokkra verulega þýðingu. Menn skilja ekki að hvaða gagni það getur
kornið að lirúga saman grjóti, dýrum og grösum. Flestir segja reynd-
ar, að þetta sé sjálfsagt ágætt og fagurt fyrirtæki, en þeir meina ekk-
ert með því. En það er ég sannfærður um, að með tímanum má vekja
interessi allmaigra fyrir náttúruvísindum, vekja þá til náttúrueftir-
tektar. Ef við getum komið safninu á fót, þá fer þetta smám saman
að lagast. Það fyrsta er að reyna að fá hentugt hús og kaupa hin
nauðsynlegustu áhöld, svo sem skápa, glös etc., stilla svo upp þessu
litla sem til er og hægt er að drífa saman.“
Hinn 11. júlí 1890 skrifar Stefán, að hann telji sjálfsagt, að Grön-
dal fái einhverja greiðslu fyrir að vera formaður félagsins og um-
sjónarmaður safnsins, en vera megi, að þingið geri athugasemdir við
þetta, þegar til nýrra styrkveitinga korni af þess hálfu. Þeir vilji,
garparnir þar, að menn offri sér fyrir vísindin og föðurlandið, já
telji það sjálfsagt, þó að þeir sjálfir taki 6 kr. upp á hvern dag og
ferðakostnað eins og aðalsmenn. Hinn 13. ágúst sarna ár skrifar
Stefán aftur: ,,Það er von, að þér þreytist á formennskunni, þar sem
allur þunginn hvílir á yður, en í öllum guðanna bænum rnegið Jrér
ekki uppgefast. Hvar værum við þá staddir? Væri ég kominn til
Reykjavíkur, skylduð Jrér lítið Jrurfa annað að gera en heita for-
maður.“
Vorið 1892 skrifaði Stefán grein í ísafold til að vekja eftirtekt á
félaginu og safninu. í bréfi til Gröndals nokkru síðar segir hann:
,,Þér sjáið á grein minni, að ég vil, að við berum okkur mannalega
og hælum öllum, þetta hvort tveggja álít ég lífsnauðsynlegt fyrir
okkur. Hafi rnaður ekki náungann góðan með því móti, þá veit ég
engin ráð.“
Af bréfum Stefáns sést ennfremur, að hann hefur hvatt til Jiess, að
félagið gengist fyrir Jrví, að á vegum þess væru fluttir fyrirlestrar um
náttúrufræðileg efni. Þessi uppástunga kom þó ekki til framkvæmda
fyrr en 30 árurn síðar eða 1923, Jiegar fyrirlestrasamkomur félagsins
hófust. Einnig á Stefán upptök að útgáfu skýrslunnar og leggur á ráð
um það, hvernig hún eigi að vera. Vildi hann liafa hana í stærra
broti en síðar var ákveðið og leggur áherzlu á, að í hverri skýrslu séu
ein eða fleiri vísindalegar ritgerðir með útdrætti á ensku. Stefán
lagði líka grundvöll að fuglasafninu, þó að hann annars fengist nær
eingöngu við grasafræðirannsóknir. Hann safnaði talsverðu at fugl-
um, tók sjálfur af þeim hami og sendi þá síðan til Hafnar til upp-
setningar. í bréfi til Gröndals segir hann, að það sé um að gera að