Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 13
ÞÆTTIR ÚR SÖGU NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS 59 fyrir aðfinnslum. En þeim, sem þekktu hann bezt, mun þó öllum hafa verið hlýtt til hans og metið hann mikils. Meira að segja Þor- valdur Thoroddsen talar mjög lilýlega um hann í æviminningum sínum, en Þorvaldi verður ekki borið á brýn, að hann hlaði oflofi á samferðamenn sína á lífsleiðinni. Sem náttúrufræðingur risti Grön- dal aldrei djúpt, og viðhorf hans til náttúrufræðilegra viðfangsefna voru oft harla barnaleg. Vísindamaður í náttúrufræði gat Gröndal því varla talizt á þeirra tíma mælikvarða. En þrátt fyrir það er aug- , ljóst, að hann hefur liaft einlægan áhuga fyrir náttúrufræðilegum málefnum, og þrátt fyrir alla galla hans megum við vera honum þakklát fyrir þann þátt, sem hann hefur átt í því að halda lífi í fé- laginu og safninu á erfiðasta skeiði þeirra. Helgi Pjeturss tók við af Gröndal sem formaður náttúrufræðifé- lagsins og umsjónarmaður safnsins, og gegndi hann þessum störfum til ársins 1905. Tímabil Helga er stutt og einkennist af kyrrstöðu og aðgerðaleysi. Safnið jókst lítið, ef undanskildar eru gjafir Bjarna Sæ- mundssonar. Á þeim fáu fundum, sem haldnir voru á þessu tímabili, virðist lítið hafa gerzt. Fundargerð aðalfundar frá 1902 hljóðar t. d. þannig: „Ár 1902, 30/6 var aðalfundur félagsins haldinn. 4 rnættu. Reikningur framlagður. Stendur því status quo. H. Pétursson, p. t. formaður." Það markverðasta, sem gerðist á þessu tímabili, var þó það, að 1903 var safnið flutt í nýtt hús, er Geir Zoega hafði látið byggja á Vesturgötu 10. Fékk safnið þar 2 allstórar stofur og 1 lítið herbergi og auk þess nokkurt geymslurúm. Án þess, að ég vilji á nokkurn hátt gera lítið úr vísindaafrekum Helga Pjeturss, fæ ég þó ekki betur séð en hann hafi aldrei liaft neinn verulegan áhuga fyrir félaginu og safninu. Og það er víst, að hann hafði aldrei neinn áhuga fyrir söfnun náttúrugripa. Það verður því ekki sagt, að jarð- fræðingarnir hafi látið sig málefni safnsins miklu skipta, því að Þor- valdur Thoroddsen, sem átti sæti í félagsstjórninni fyrstu 5 árin (1889—1894), virðist ekki heldur hafa haft neinn sérstakan áhuga fyrir safninu og félaginu. En hins vegar mun hann hafa unnið tals- vert að því að auka og bæta skólasafn Menntaskólans. Árið 1905 tekur Bjarni Sæmundsson við af Helga Pjeturss sem formaður félagsins og umsjónarmaður safnsins, og gegndi hann þeirn störfum til dauðadags árið 1940 eða í 35 ár. Það má segja, að með Bjarna hefjist blómaskeið náttúrugripasafnsins. Bjarni kemur snemma við sögu félagsins og safnsins. Árið 1890 skrifar Stefán skóla- meistari Gröndal á þessa leið: „Ég vil ekki hafa Móritz Halldórsson

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.