Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 15
1 i feái m iSS || Sýningarsalur náttúrugripasafnsins i safnahúsinu við Hverfisgötu. — Myndina tók A. Hesselbo 1914. einstaklingur haft jafnmikla þýðingu fyrir Hið íslenzka náttúru- fræðifélag og náttúrugripasafnið og Bjarni Sæmundsson, og á þetta ekki sízt við um safnið. Undir stjórn hans óx það hröðum skrefum, enda vann hann af frábærri elju að javí að afla því muna. Sjálfur safnaði hann mjög miklu á rannsóknarferðum sínum, bæði á sjó og landi, og lét hann það allt renna til safnsins. Þannig hefur safnið smám saman eignazt tiltölulega mjög fullkomið safn af lægri sjávar- dýrum og fiskum án þess þó, að Bjarni hafi á nokkurn hátt vanrækt aðrar deildir safnsins. Hann safnaði t. d. miklu af steinum og berg- tegundum, og á fyrri árum sínum einnig plöntum. En Bjarni hafði auk þess marga þá hæfileika, sem góðum safnmanni eru nauðsynleg- ir. Hann var óvenjulegur eljumaður, og mátti vel um hann segja, að honum félli aldrei verk úr hendi. Hann var natinn og hirðusamur, og hann var mjög handlaginn og tókst því oft að bjargast við lítil- fjörlegan efnivið og gera úr sæmilegustu hluti, eða að gera við það, sem úr sér var gengið. En Bjarni lét sér ekki nægja að hrúga saman munum. Hann vann jafnframt stöðugt að úrvinnslu og ákvörðun ýmissa dýraflokka á safninu og skrifaði um þær rannsóknir fjölda ritgerða í félagsskýrsl-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.