Náttúrufræðingurinn - 1951, Side 20
66
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURXNN
hins vegar mjög mishratt fram. Við skulum nú athuga þau helztu
atriði, sem hér ráða mestu um.
Láréttar hreyfingar. Hreyfingum sjávarins í lárétta átt má skipta
í þrjá flokka:
1) Meginstraumar (gradientstraumar), sem skapast af eðlisþyngd-
armismun.
2) Vindstraumar.
3) Fallstraumar.
Til fyrsta straumflokksins teljast þeir straumar, sem mest kveður
að, svo sem Golfstraumurinn, Austur-Grænlandsstraumurinn og
Austur-íslandsstraumurinn. Þessir straumar skapast af eðlisþyngdar-
dreifingunni í sjónum, þ. e. af hitamismun, uppgufun eða tirkomu.
Stefnu og hraða meginstraumanna má reikna út frá nákvæmum
hita- og seltumælingum. Auk þess eru stefnur þeirra víða kunnar við
yfirborð frá athugunum skipa og einnig að nokkru frá straumflösku-
tilraunum. Þessir straumar bera í sér mikið magn af sjó.
I. mynd sýnir yfirborðsstraumana í hafinu umhverfis ísland. Við
-sjáum á myndinni, að milli Grænlands og Jan Mayen klofnar hinn
kaldi Austur-Grænlandsstraumur í tvær álmur. Liggur aðal álman
suður með austurströnd Grænlands, en liin, hinn svokallaði Austur-
íslandsstraumur, til suðausturs í áttina til norðausturhluta íslands,
heldur svo áfram suður með Austurlandi, fylgir neðansjávarhryggn-
um milli íslands og Færeyja, beygir svo til austurs og norðurs og
myndar ásamt hluta úr sjálfum Atlantshafsstraumnum við Noreg
hringstraum í Noregshafinu. Úr suðri liggur hins vegar grein úr
Atlantshafsstraumnum upp að suðaustur- og suðurströnd íslands,
beygir svo vestur með landinu og norður með Vesturlandi, allt norð-
ur að hryggnum milli íslands og Grænlands. Meginhluti straumsins,
sem hér nefnist Irmingerstraumur, beygir þá til vesturs, en lítil grein
úr honum liggur austur fyrir Horn og heldur áfram austur með
Norðurlandi. Þessir straumar koma því af stað hringstraum um-
hverfis landið. Straumflöskutilraunir hafa leitt í Ijós tvö eftirtektar-
verð atriði í þessu sambandi. Af flöskum, sem kastað er út við suð-
austurströndina á svæðinu austan við Vestrahorn, rekur mestur hlut-
inn á haf út. Þetta er í samræmi við það, að í námunda við Vestra-
horn eru mjög skörp skil milli Atlantshafssjávarins og sjávar af ís-
hafsuppruna. Þessi skörpu skil skapast sennilega af því, að strand-
sjórinn á þessu svæði streymir út frá landgrunninu, sem hluti af
Austur-íslandsstraumnum, til suðausturs. Hliðstætt á sér einnig stað