Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 33
HAFSTRAUMAR VIÐ NORÐURLAND 79 Sumarið 1948 var einnig mun minna af köldum sjó í yfirborðslögun- um en sumarið 1930 (rannsóknir Rose Mary). Þá sýna rannsóknir Dana út af Austurlandi, að Austur-íslandsstraumurinn hefur náð yfir minna svæði sumarið 1948 en sum fyrri ár. Danski haffræðingur- inn Frede Hermann1 segir: „The area covered by the East-Icelandic current in August 1948 at this latitude2 was only about half of the area covered by it at the same seasons in 1900 and 1903.“3 Mér virðist því, að síldarleysið sumarið 1948 verði ekki skýrt með óvenjulegum styrk Austur-íslandsstraumsins, og verði því hér að grípa til einhverrar annarrar skýringar. í grein, sem birtist í Fiskets Gang, 12. október 1950, bendir De- vold hins vegar á, að síldin haldi sig aðeins í efstu 30 metrunum og muni því dýptin niður að hitaskiptalaginu ráða mestu um ferðir hennar. Hér virðist mér málið skýrt á annan veg, sem sé að göngur síldarinnar ákvarðast af sjávarhitanum í yfirborðslögunum og dýp- inu niður að hitaskiptalaginu. Vafasamt tel ég þó, að víðátta eða styrkur Austur-íslandsstraumsins ráði þar mestu, heldur sönnu nær, að sjávarhitinn í yfirborðslögunum og þykkt þeirra ákvarðist fyrst og fremst af sólarhituninni og ríkjandi veðurskilyrðum á hverjum tíma. Að öllu samanlögðu virðist mér því, að enn verði að teljast ósann- að, með hliðsjón af þeim rannsóknum, sem mér er kunnugt um, að samband sé milli göngu síldarinnar til Norðurlandsmiðanna og haf- straumanna, en fróðlegt verður að sjá dóm reynslunnar í þessu efni. 1) Frede Hermann: Hydrographic Conditions in the South Western Part o£ the Nor- wegian Sea, Annales Biologiques (1948) 1950. 2) Þ. e. um 65° n. br. 3) Svæði það, sem Austur-íslandsstraumurinn náði yfir í ágúst 1948 á þessari breiddargráðu, var að- eins helmingur þess svæðis, sem hann náði yfir á sama árstíma árin 1900 og 1903. On the Hydrography of the Iceland Sea by Unnsteinn Stefánsson ABSTRACT In this essay the author discusses a few of the most important features in the distri- bution of the water masses off the north coast of Iceland. In the section off Kögur Atlantic water extended in 1949 over the coastal area meet- ing the polar water at the edge of the shelf. Tlie current velocity at right angles to

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.