Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 35
Magnús Már Lárusson:
Landskjálftinn 1584
í annálum Björns á Skarðsá segir við árið: „Landskjálfti mikill á
íslandi." Úr annálum hans liefur þetta svo verið tekið í Fitjaannál
og Árbækur Espólíns.
Þorvaldur Thoroddsen getur þessa í riti sínu um landskjálfta á
íslandi, og segir þar: „1584. Landskjálfti mikill á íslandi; þess er eigi
getið, hvar hann gekk yfir, líklega þó yfir Suðurland."1
Nú er Björn á Skarðsá fæddur 1574, svo hann hefur þá verið um
10 ára að aldri, er landskjálfti þessi gekk yfir. Hann hefur þá vel
getað munað eftir þessum viðburði, og er erfitt að rengja vitnisburð
hans. Hins vegar hefur ekki hingað til tekizt að benda á nreð meiri
vissu, hvar landskjálftinn hafi gengið yfir. A. m. k. ekki með stuðn-
ingi af skjölum eða öðrum gögnum.
Arngrímur lærði tilfærir í bók sinni, Brevis Commentarius, ýmis-
legt um hina fornu Péturskirkju á Hólum, en þessum upplýsingum
lians hefur hingað til verið lítill gaumur gefinn. Segir hann þar m. a.:
„Viðir í framkirkju hennar voru náðarsanrlegast gefnir af nrildasta
konungi vorunr, Friðriki, — árið 1588, en hún Irafði hrunið! í ótta-
legu ofviðri árið 1584.“2 Þessi frásaga Arngríms lærða er sennilega
rétt, því hinn 2. jan. 1588 er ritað kansellíbréf á Haderslevlrus og
sent Christoffer Valckendorff hirðstjóra. Segir þar, að hann eigi að
útvega Guðbrandi biskupi timburfarm frá Noregi strax um vorið
og senda með einu af kongskipum inn á „Slagfiordt", því Guðbrand-
ur hafi beðizt þess í bænarskrá, að sér yrði útvegað timbur við sann-
gjörnu verði erlendis frá. Dómkirkjan og „dens Gaard“ liafi skemmzt
í stormi og landskjálfta fyrir nokkru, og timbur sé ekki að fá á ís-
landi til viðgerðarinnar. Jafnframt eigi að senda Guðbrandi lítið
hús, sem hann hefur látið tilhöggva í Kaupmannahöfn.3 Er það vafa-
laust húsið, er hlaut nafnið Nýja stofa.4
1) bls. 27. 2) Brevis comm. folio 69 r. 3) Kancelliets Brevböger VIII. bd. bls. 879n.
4) sbr. D.I. III. bd. bls. 609.
NáttúrufrœÖingurinn, 2. h, 1951
6