Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 40
86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Það mun sanni nær, að engin einstök ákvörðun á efnaeiginleikum
jarðvegs gefi jafn miklar upplýsingar og sýrustigið. Miðað við flestar
ákvarðanir aðrar krefst sýrustigsmæling tiltölulega fárra tækja og
efna. Jakob hafði ekki rafmagn á Lækjamóti, en án rafmagris er óger-
legt að reka venjulega efnarannsóknastofu. Að öllu athuguðu var
því eðlilegt, að Jakob legði áherzlu á sýrufarsrannsóknir. Búnaðar-
þing veitti Jakobi árið 1933 nokkurn styrk til áhaldakaupa og rann-
sókna á jarðvegi.
Árið 1935 birtist í Búnaðarritinu ýtarleg grein eftir Jakob um
sýrufarsrannsóknir hans og eðli jarðvegssúrnunar. Auk sýrustigs-
mælinga í jarðvegi rannsakaði hann viðnám jarðvegsins gegn sýru-
stigsbreytingum, svo og sýrueyðandi eiginleika ýmissa bergtegunda
og sýrustig vatnsfalla á ýmsum tímum árs. Jakob gerði tilraunir með
mismunandi sýrufar jarðvegs fyrir bygg. Niðurstöðurnar eru birtar
í Frey 1936. Þær sýndu, að uppskerumagnið fer eftir sýrustiginu.
Hann skrifaði grein í dagblaðið „Framsókn“ 1937, er fjallar um
sýrufarsrannsóknir hans yfirleitt.
Árið 1943 kom út í „Búfræðingnum" jarðvegsfræði eftir Jakob
Líndal. Hún hefir síðan verið notuð sem kennslubók við bændaskól-
ana. í þessari ritsmíð er kafli, sem fjallar um sýrumyndun í jarðvegi
og sýrufarsrannsóknir höfundar. Hafði hann þá rannsakað um 2400
sýnishorn frá ýmsum landshlutum, en þó flest úr Húnavatnssýslum.
Áður en Jakob hóf rannsóknir sínar var mjög lítið vitað um sýrufar
íslenzks jarðvegs. Niðurstöður hans bregða upp sæmilegri heildar-
mynd af þessum eiginleika jarðvegsins, þó að þar séu að sjálfsögðu
ekki öll kurl komin til grafar, einkum í þeim landshlutum, þar sem
Jakob átti erfiðast með að afla sýnishorna.
Rannsóknir Jakobs hafa bæði fræðilega og hagnýta þýðingu. Þær
sýna, að kalkþörf er hér minni en ætla mætti miðað við íslenzka
veðráttu, einkum norðanlands. Þær benda einnig til þess, að íslenzk-
ar bergtegundir veiti nokkuð misjafnt viðnám gegn súrnun jarðvegs-
ins.
Eins og fyrr var getið var vinnuaðstaðan á Lækjamóti að mestu
takmörkuð við rannsóknir á sýrufari. Mér er kunnugt um, að Jakob
hafði hug á að gera aðrar athuganir á jarðvegi, einkum að því er
snerti eðliseiginleika hans. En til þess hefði þurft rafmagn fyrst og
fremst og fleiri áhöld. Hann mun ekki heldur hafa séð ástæðu til að
leggja mjög ríka áherzlu á víðtækari sýrufarsrannsóknir, nema aðrar
samhliða ákvarðanir væru gerðar samtímis. Viðfangsefnin skorti