Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 41

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 41
JAKOB H. LÍNDAL 87 ekki, þó að þeirra yrði að leita á öðru sviði jarðfræðivísinda. Jakob snéri sér því meir og meir að jarðfræði, og á þessum vettvangi skilaði hann einnig merku starfi, sem lýst er á öðrum stað í þessu riti. Jarðvegsfræði Jakobs Líndals og aðrar greinar hans um jarðvegs- rannsóknir eru ritaðar á ljósu og ágætu máli, og er þó ekki auðvelt að skrifa unr þessi efni á íslenzku, því að fræðiorð skortir yfir mörg hugtök. Framsetningin er skýr og einlæg og ber þess ljósan vott, að höfundurinn hefir haft mikið yndi af viðfangsefninu. í undi'aheimi náttúruvísindanna gat hann gleymt sér í ljómandi hrifningu. Hans verður lengi minnzt fyrir brautryðjendastarf á sviði íslenzkra jarð- vegsrannsókna og fyrir merkilegar jarðfræðiathuganir. Björn Jóhannesson. RitgerBir varöandi jarðveg eftir Jakob H. Lindal. 1. „Jarðvegsrannsóknir. Undirbúningsathuganir um jarðvcgssýringu." Búnaðarrit 49, 145-209 (1935). 2. „Tilraunir með mismunandi sýrufar jarðvegsins fyrir bygg.“ Freyr 31, 57—63 (1936). 3. „Framsókn" V. úrg. 1937, 30. og 31. tbl. 4. „Jarðvegsfræði." Búfræðingurinn X, 5—126 (1943). II Ég hefi fáa menn þekkt jafn áhugasama um jarðfræðirannsóknir íslands og Jakob H. Líndal, og engan nema Guðmund G. Bárðar- son, sem glöddust jafn einlæglega yfir nýfundnum náttúrugrip, svo sem blaðfari, skel úr leirbakka eða jökulrispaðri steinvölu, ef slíkt gat orðið ofurlítil Jrekkingarviðbót í jarðsögu landsins. Gleði þessara manna var svo sönn og smitandi, að enginn áróður fyrir nokkru máli gat orkað til jafns við hana. Mér verður jafnan hugstæður ljóminn í augum Guðmundar, þegar ég fyrir allmörgum árurn nú, sýndi hon- um subfossilt skeljasafn mitt frá Suðurlands undirlendinu. Sá augna- glampi var mér meiri hvatning og hughreysti en nokkur orð. Svipaða hrifningu af viðfangsefninu fann ég greinilega hjá Jakobi á Lækja- móti, þegar við gengurn um Bakkabrúnir sumarið 1937, og liann lýsti fyrir mér myndun þeirra. Honurn var Jrá orðið ljóst live nrikils- verða heimild að ísalda sögu íslands hann hafði Jrar fyrir sér og við- fangsefnið hafði tekið huga Iians fanginn. Það var sumarið 1933, að vegabótamenn fundu í Lækjamótsmel- um leirsteinsflögu með blaðfari í. Jakob á Lækjamóti komst á snoðir um að leirsteinsflagan hafði verið send Náttúrugripasafninu í

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.