Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 44
Smágreinar Þykktarmælingar á Vatnajökli Fransk-íslenzkur leiðangur var við mælingar á Vatnajökli frá 19. marz til 24. apríl. Rannsóknarráð kostaði leiðangurinn, en Grænlandsleiðangur l’oul Emil Victors lánaði mælitæki, tvo snjóbíla og tvo menn. Alls voru leiðangursmenn fimm: Jón Eyþórsson fararstjóri, hélt leiðarreikning. Alain Joset mælingameistari. Arni Stefánsson vélfræðingur, ljósmyndari, m. m. Sigurjón Rist vatnamælingamaður, mældi snjódýpt og vatnsgildi á jöklinum. Stephan Sanvelien ökumaður og bifreiðavirki. Leiðangurinn fór frá Reykjavík 13. marz og lagði upp á Breiðamerkurjökul h. 19. Veður var mjög óhagstætt, oft stórhríðar dögum saman, en þess á milli hægviðri og þokumugga. Varð þá að ferðast eftir áttavita og vegmæli. Þykktarmælingar voru gerðar á rúml. 40 stöðum, en á nokkrum stöðum tókust þær ekki. Hinir frönsku leiðangurs- tnenn urðu að vera komnir til Reykjavíkur með bílana í apríllok, og var því eigi hægt að bíða, þangað til að veður leyfði mælingar á öllum þcim stöðum, er upprunalega voru fyrirhugaðar. Þykkt jökulsinS reyndist víðast 600—800 m, mest 1040 m suðaustur af Grímsvötnum, en minnst austan við Grænalón, í Skeiðárjökli, 350 m. Snjór frá vetrinum var ekki injög djúpur, víðast 3—4,5 m, en samanbarinn og vatnsgildi því tiltölulega mikið. Samkvæmt mælingunum er landið undir hájöklinum víðast hvar aðeins 700—800 m. Vekur það furðu, að jökull skuli hafa myndazt á svo lágu landi, nema um leifar af ísaldarjökli sé að ræða. Væntanlega getur Náttúrufræðingurinn flutt ýtarlegri fregnir af þessum rannsókn- um síðar. J. Ey. Fiskirannsóknir í apríl og maí Á rannsóknarskipinu „Maríu Júlíu" voru athuganir gerðar á vegum Fiskideildar á tímabilinu 14. apríl til 7. maí. Á miðunum fyrir sunnan land merkti Jón Jónsson um 1100 þorska. Síðan voru at- huganir gerðar í Faxaflóa og um 700 skarkolar merktir þar. Sértök áherzla var lögð á rannsókn fiskiseiða og eru athuganir þessar liður í margra ára rannsókn á sveiflum f

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.