Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 45
SMÁGREINAR 91 magni vorgotsins. Hermann Einarsson annaðist athuganirnar í Faxaflóa. Þá var gerð víðtæk rannsókn á hita- og seltuskilyrðum fyrir sunnan land og víðs vegar fiskað eftir svifseiðum síldarinnar til þess að kanna legu hrygningarstöðva vorgotssíldarinnar voiið 1951, einkum til samanburðar við athuganir fyrri ára. Rannsóknirnar fyrir sunnan land annaðist Unnsteinn Stefánsson. H. E. Hagastör (Carex pulicaris L.) á Vestfjörðum í Náttúrufræðingnum, 4. h., 20. árg., er getið um nýjan stararfund á Austfjörðum. Er það Ingólfur Davíðsson magister, sem finnur í fyrsta skipti hér á landi (að því er kunnugt var) störina C. pulicaris í Nípu x Norðfirði. Þetta var sumaiið 1949. Sumarið eftir fann hann hana í Mjóafirði eystra. En nú hefur komið upp úr dúrnum, að .störin vex einnig á Vestfjörðum. Fyrir nokkru var ég að blaða í grasasafni Guðna Guðjónssonar magisters, en það safn er nú í eigu Náttúrugripasafnsins, sem eignaðist það að honum látnum. Rakst ég þá á örfá eintök af fyrrnefndri stör. Sýndi meðfylgjandi nafnmiði, að Guðni hafði safnað henni í Kaldbaksvík á Ströndum sumarið 1948. Stærsta eintakið er 13 cm hátt; og að öðru leyti er tegundin x engu fiábrugðin þeirii austfirzku. Nú eru Vestfirðir og Aust- firðir taldir elztu hlutar landsins, jarðfræðilega séð, og er því fundur þessi mjög at- hyglisverður. Ingimar Óskarsson. Töfragrös (Dactylorchis Fuchsii) á íslandi Samanborið við önnur lönd jafn stór á syðri breiddarstigum er jurtaríki íslands fá- skrúðugt og sérlega snault að litfögrum blómum. Algengustu jurtirnar eru mosar, grös og hálfgrös, sem eru sölnuð meira en hálft árið, en hér og livar lýsa nokkur skarplituð blóm, oftast gul eða hvítleit, upp litsnauða mela, börð eða valllendi. Þótt brönugrasa- ættin sé rík að hinum litauðugustu og formfegurstu blómuni x löndunum austan hafs og vestan, skera hinar íslenzku tegundir ættarinnar sig lítið úr öðrum íslenzkum jurtum hvað litfegurð snertir, og að auki vaxa þær víðast svo strjált, að blóm þeirra hverfa nærri því í hið gulgræna lithaf. Flestar tegundanna bera líka aðeins gulleit eða hvít og óásjáleg blóm, svo að segja má, að brönugrösin ein bcri Ixlóm, sem skera sig úr fjöldan- um hvað litinn snertir. í íslenzkum flórum hefur lengi verið talið, að tvær tegundir brönugrasa vaxi hér á landi, hin eiginlegu brönugrös, sem nefnd hafa verið á latínu Orchis maculata L., en réttara mun vera að telja til ættkvíslárinnar Dactylorchis; sem og hin svonefndu ásta- grös, sem hlotið liafa ýmis latnesk nöfn í íslenzkum flórum og erlendum ritum um jurtariki landsins. Nú hefur tekizt að leiða rök að því, að báðar þessax jurtir eru raun- verulega aðeins tvær deiltcgundir af sömu tegund, sem á latínu nefnist Daclylorchis maculata (L.) Vermln. Hin eiginlcgu brönugrös tilheyra deiltegundinni ssp. elodes (Gris.) Vermln., sem er algeng í köldum löndum báðum megin Atlantshafsins, en ásta- grösin eru staðbundin deiltegund, sem hvergi vex utan íslands. Sú deiltegund hefur hlotið hið latneska heiti ssp. islandica Löve & Löve.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.