Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 8
2 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN 1 Eyjafjarðarsýslu fannst jarðskjálftinn allvíða, en ekki er vitað, að hann hafi fundizt sunnan Kristness. Á svæðinu frá Siglufirði til Akureyrar var styrkleikinn víðast III stig (t. d. á Siglufirði, Ólafs- firði, Dalvik og Akureyri), en hann virðist hafa verið vægari í Hörg- árdal. I Grímsey fannst hann, en var mjög vægur. I Suður-Þingeyjarsýslu fannst hann einnig allviða. 1 vestustu sveit- unum (Svalbarðsströnd, Höfðahverfi og Fnjóskadal) var hann mjög vægur, og í Mývatnssveit fannst hann ekki. Snarpastur virðist hann hafa verið í Kaldakinn og á Tjörnesi, III—IV stig. Á Húsavík fannst jarðskjálftinn greinilega, en mjög misjafnlega eftir því, hvar í bæn- um það var. Svo virðist sem jarðskjálfta gæti þar að jafnaði meira norðan tii í bænum heldur en sunnan til. I Norður-Þingeyjarsýslu fannst jarðskjálftinn víða, þó varð hans ekki vart á Hólsfjöllum og mjög lítið í Kelduhverfi og á Langanesi. Mest bar á honum sums staðar í Axarfirði, Núpasveit og Þistilfirði. Styrkleiki jarðskjálftans var mestur IV stig, en víðast III stig. I Norður-Múla$ýslu fannst jarðskjálftinn á nokkrum bæjum i Skeggjastaðahreppi, styrkleiki III stig. Austar varð hans hvergi vart. Af þessu sést, að jarðskjálftinn heíur fundizt á stóru svæði (um 240 km frá austri til vesturs). Einnig er augljóst, að upptök jarð- skjálftans hafa verið á hafsbotni undan norðurströndinni milli Þistil- fjarðar og Skjálfanda. Jarðskjálfti þessi sást á mælum á þremur stöðum: Reykjavík, Scores- bysund í Grænlandi og Kiruna i Svíþjóð. Fjarlægð upptakanna frá Reykjavík mældist um 370 km. Fjarlægðin frá Scoresbysund virðist helzt hafa verið 470—480 km, en vegna smávegis bilunar á mælun- um þar verður hún ekki ákvörðuð með vissu. í Kiruna sást jarð- skjálftinn mjög óglöggt. Sá staður, sem er í 370 km fjarlægð frá Reykjavík og 470 km frá Scoresbysund, er um 50 km norður af Tjörnesi (66°40'N, 17°00'W). Upplýsingar frá Kiruna eru í samræmi við upptök á þessum stað. 25.febrúar kl. 6 að morgni fannst lítill jarðskjálftakippur i Skoru- vík á Langanesi. 21.júni fundust tveir jarðskjálftakippir, annar um kl. 11, hinn kl. 13:50 (sumartimi), í Þverárhlíð og ofanverðum Stafholtstungum í Mýrasýslu. Kippirnir voru alstaðar mjög vægir. Sá síðari sást á jarð- skjálftamælum í Reykjavík, og virðast upptök hans hafa verið í um 80 km fjarlægð. 16. júlí kl. 06:17 (sumartími) fannst dálítill jarðskjálftakippur (III

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.